fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2024 14:57

Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ummæli sem Páll Vilhjálmsson, moggabloggari og framhaldsskólakennari, lét falla í færslum sínum um Aðalstein Kjartansson, blaðamann á Heimildinni, voru í dag dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur en Páll er dæmdur til þess að fjarlægja ummælin þegar í stað af bloggi sínu en annars þarf hann að greiða 30 þúsund krónur í dagssektir fyrir hvern dag sem ummælin standa áfram.

Aðalsteinn stefndi Páli fyrir á annan tug ummæla sem tengjast byrlunarmáli Páls Steingrímssonar, skipstjóra, en aðeins hluti þeirra var talinn hafa farið yfir mörk. Aðalsteinn höfðaði einnig mál gegn Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, en bloggsíða Páls er hýst á hinu svokallaða Moggabloggi. Lét Aðalsteinn á það reyna hvort að Árvakur bæri ábyrgð á birtingu ærumeiðinganna á vefsvæðinu. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver niðurstaða dómsins var varðandi það atriði og verður fréttin uppfærð þegar það liggur fyrir.

Þá var Páli gert að greiða Aðalsteini Kjartanssyni 400 þúsund krónur í bætur með dráttarvöxtum, auk 1,4 milljóna króna í málskostnað. Að auki þarf hann að birta dóminn á bloggsíðu sinni innan klukkustundar frá því að dómurinn var kveðinn upp.

Eftirfarandi ummæli um Aðalstein voru ómerkt

1 .2. apríl 2022: -„…og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.“

2.25. ágúst 2022: -„Leikritið um að Aðalsteinn ynni á Stundinni, en ekki RÚV, var hluti af samráði um að byrla og stela til að ná í fréttir.“

3. 28. október 2022: – „Aðalsteinn er þrautþjálfaður í blekkingum.“ -„Aðalsteinn var sendur á Stundina til að taka við þýfinu og koma í umferð.“ -„Engin rannsóknarvinna fór fram, aðeins byrlun og stuldur.“

4. 15. febrúar 2023: „Fimm blaðamenn RÚV og Heimildarinnar, áður Stundin og Kjarninn, fá birta ákæru næstu tvær vikurnar vegna aðildar að byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og brotiá friðhelgi tveggja starfsmanna Samherja, Páls Steingrímssonar og Örnu McClure. Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfesti í viðtali við danska blaðamanninn Lasse Skytt að ákærur yrðu birtar fyrir lok mánaðar.“ -„Sjötti sakborningurinn er veika konan sem blaðamennirnir fengu til að byrla Páli, stela síma hans á meðan skipstjórinn var í öndunarvél og færa blaðamönnum sem biðu ránsfengsins á Efstaleiti…“

5 .27. febrúar 2023: -„Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi.“ -„Tölvupóstar sem staðfesta aðild blaðamanna að undirbúningi tilræðisins eru ekki lengur til. Þeim var eytt.“-„En það bráðlá á að Aðalsteinn færi yfir á Stundina til að vinna úr stolnumgögnum er kæmu á RÚV. Þá átti bara eftir að byrla skipstjóranum og stela síma hans þegar Aðalsteinn flutti blaðamennsku sína af RÚV yfir á Stundina.“

6. 21. mars 2023: -„Það er einnig þekkt staðreyndað varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson, var fluttur af RÚV á Stundina…“-„Rök standa til að blaðamenn hafi skipulagt byrlun gagngert til að komast yfir síma skipstjórans.“-„Tímann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögnum.“

7.22. mars 2023: -„Blaðamennirnir voru vel meðvitaðir um að hafa framið alvarlegt lögbrot og kappkostuðu að eyða sönnunargögnum.“-„Blaðamenn RSK-miðla nýttu sér yfirburða stöðu sína og virðast hafa haft öll ráð veiku konunnar í hendi sér.“

8.14. apríl 2023: -„RSK-miðlar nýttu sér skotleyfið áður en það var gefið út. Þeir misnotuðu andlega veika konu til að byrla og stela.“

Annar dómur Páls á rúmu ári

Þetta er í annað sinn sem Páll Vilhjálmsson hlýtur dóm. Í mars 2023 féll dómur þar sem hann var sakfelldur fyrir ærumeiðingar í garð Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar, ritstjóra og blaðamanns Heimildarinnar. Voru tvö ummæli Páls dæmd dauð og ómerk, en þau lutu bæði að máli Páls Steingrímssonar. Páll hafði fullyrt á bloggsvæði sínu að Þórður og Arnar hefðu gerst sekir um ólöglegt athæfi og að þeir yrðu ákærðir. Ummælin um Aðalstein voru af svipuðum meiði en hann var ekki hluti af málsókn áðurnefndra kollega sinna.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun