fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Uppnámið á Alþingi í gær: „Líklegt að atburður sem þessi kalli á enn meiri gæslu“ – Maðurinn sagður vera frá Írak

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mín fyrstu viðbrögð voru að óttast um að maðurinn myndi meiðast en blessunarlega fór ekki illa,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag um atvik sem varð á Alþingi í gær.

Aðgerðasinni á þingpöllum klifraði yfir handrið og hótaði því að stökkva á sama tíma og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra flutti frumvarp um breytingu á lögum um hælisleitendur.

Þingverðir og lögreglu tókst að koma manninum aftur yfir handriðið en hann er sagður hafa hótað að skaða sig. Heyrðu menn þegar hann kallaði yfir salinn að hann ætlaði að drepa sig.

Um var að ræða þrjá menn sem voru saman á þingpöllunum og segist Morgunblaðið hafa óstaðfestar heimildir fyrir því að sá sem hótaði að stökkva sé Íraki sem hefur dvalist hér í nokkurn tíma. Annar maður gerði hróp og köll en sá þriðji hélt sig að mestu til hlés, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

„Það er vel hægt að hafa samúð með fólki sem finnur sig knúið til að grípa til ráða sem þessara en það auðvitað gengur ekki að öryggi þinghelginnar sé ekki tryggt,“ segir Hildur um atvikið og bætir við:

„Það er líklegt að atburður sem þessi kalli á enn meiri gæslu sem er mikil synd. Hingað til höfum við getað átt lýðræðislegt samtal í samfélaginu með miklu aðgengi almennings og án þess að gera sömu ráðstafanir um öryggi og þekkist í stærri löndum.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðhera segir að þingheimur hafi verið sleginn en vonar að ekki komi til þess að þingpöllum verði lokað fyrir almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ