fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Friðrik hjólar í Heimildina og segir reynt að vega að starfsheiðri hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik J. Arngrímsson, skipasali og fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ, er ósáttur við fréttaflutning Heimildarinnar sem kom út síðastliðinn föstudag.

Þar var greint frá því að hann hefði keypt tvö varðskip af íslenska ríkinu og selt til Tyrklands með 40 milljóna króna hagnaði. Kom fram í umfjölluninni að Friðrik hefði á sama tíma verið formaður nefndar sem starfaði með Ríkiskaupum. Vísað var til umfjöllunarinnar á forsíðu blaðsins þar sem stóð: Vann fyrir Ríkiskaup og keypti varðskip.

Í umfjölluninni var vísað í ársreikning eignarhaldsfélags Friðriks og kom fram að félagið hafi, að því er virðist, gagngert verið stofnað til að stunda viðskipti með varðskipin.

Í frétt Heimildarinnar kom þó skýrt fram að Friðrik hefði ekki viljað ræða við miðilinn og blaðamaður hefði ekki einu sinni getað borið upp erindið. „Takk fyrir. Ég ætla ekki að tala við þig; ég ætla ekki að tala við Heimildina.“

Friðrik svarar þó fyrir þetta í stuttri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir forsvarsmenn Heimildarinnar hafa „einhverra hluta vegna fundið hjá sér þörf“ til að reyna að vega að starfsheiðri hans.

„Á bls. 4 í blaðinu og á vefsíðu miðilsins er síðan fimbulfambað um kaup félags í minni eigu á varðskipunum Ægi og Tý um mitt ár 2022 þar sem reynt er að gera kaupin tortryggileg, m.a. þar sem ég hafi á sama tíma verið formaður smíðanefndar vegna smíði nýs hafrannsóknaskips. Hið rétta er að ég hef aldrei unnið fyrir Ríkiskaup. Hins vegar unnu Ríkiskaup að undirbúningi útboðs fyrir smíði hafrannsóknaskipsins á þeim tíma sem ég gegndi störfum sem formaður smíðanefndarinnar, en ég lét af þeim störfum að eigin ósk um áramótin 2020/2021,“ segir Friðrik meðal annars í grein sinni og segir að lokum:

„Mér er ekki kunnugt um hvers vegna Heimildin reynir að koma á mig höggi, en tel að almannafé væri betur varið með öðrum hætti en að ríkið styrki útgáfu sem þessa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir Fadi að beiðni barnaverndaryfirvalda

Lögreglan lýsir eftir Fadi að beiðni barnaverndaryfirvalda
Fréttir
Í gær

Þjáningar Láru Bjarkar eru rétt að byrja – Fingur og tær verða fjarlægð á mánudag

Þjáningar Láru Bjarkar eru rétt að byrja – Fingur og tær verða fjarlægð á mánudag