fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Máttu hringja og bjóða tryggingaráðgjöf þrátt fyrir bannmerki í símaskrá

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. mars 2024 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli manns sem kvartaði yfir því að Allianz á Íslandi hefði miðlað upplýsingum um vátryggingasamning hans við fyrirtækið til annars fyrirtækis sem hefði í kjölfarið hringt í hann og boðið honum ráðgjöf um vátryggingavernd, þrátt fyrir að símanúmer hans væri bannmerkt í símaskrá. Er það niðurstaða Persónuverndar að þessi framganga fyrirtækjanna hafi verið í samræmi við lög um persónuvernd.

Kvörtun mannsins barst Persónuvernd í maí 2022. Snerist hún um það að söluumboð þýska vátryggingafélagsins Allianz á Íslandi hafi miðlað upplýsingum varðandi vátryggingarsamning mannsins til Nýju vátryggingaþjónustunnar ehf. án samþykkis hans. Í framhaldinu hafi Nýja vátryggingaþjónustan hringt í manninn, í þeim tilgangi að bjóða honum ráðgjöf um vátryggingavernd og miðlun vátryggingaafurða, þrátt fyrir að símanúmer hans væri bannmerkt í símaskrá. Við þessa vinnslu persónuupplýsinga hafi Nýja vátryggingaþjónustan ehf. notað markhópalista sem keyptur hafi verið af félaginu Markvisst ehf.

Heimildin hafi ekki verið svona rúm

Þegar kemur að sjónarmiðum mannsins  segir í úrskurðinum að hann hefði talið að Allianz á Íslandi hafi ekki haft heimild til þess að miðla persónuupplýsingum hans til Nýju vátryggingaþjónustunnar. Hefði hann vísað til þess að hann hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir slíku. Byggði maðurinn á því að í samningi hans við Allianz sé fólgin heimild til handa Allianz á Íslandi til gagnavinnslu, annars vegar í þeim tilgangi að meta áhættu og ganga frá endurtryggingum og hins vegar til að þjóna eðlilegri framkvæmd samningsins.

Hefði maðurinn hafnað því að í samþykkisyfirlýsingu vátryggingasamningsins felist svo rúm heimild til miðlunar og vinnslu persónuupplýsinga að heimilt hafi verið að miðla persónuupplýsingum hans til Nýju vátryggingaþjónustunnar enda hafi vátryggingamiðlunin ekkert hlutverk við að þjóna eðlilegri framkvæmd gildandi vátryggingasamninga Allianz við vátryggingataka. Þá hefði maðurinn vísað til þess að heimild Nýju vátryggingaþjónustunnar til vinnslu persónuupplýsinga, í þágu beinnar markaðssetningar, geti ekki grundvallast á samningssambandi við Allianz á Íslandi um miðlun vátrygginga til Allianz.

Hvað varði vinnslu persónuupplýsinga um hann af hálfu Markvisst ehf. hafi maðurinn talið að gerð markhópalista þar sem nafn hans, heimilisfang, kennitala og símanúmer komi fram, án þess að fyrir liggi samþykki fyrir vinnslunni, feli í sér brot á persónuverndarlöggjöfinni.

Hafi veitt samþykki sitt

Um svör Allianz á Íslandi segir meðal annars í úrskurði Persónuverndar að þar hafi verið vísað til þess að söfnun persónuupplýsinga um manninn og miðlun þeirra til samningsbundinna ráðgjafa grundvallist á samþykki hans, samkvæmt 9. grein laga um persónuvernd. Við umsókn og samningsgerð um lífeyrissparnað við Allianz hafi maðurinn, með undirritun sinni, veitt félaginu heimild til að setja almennar umsóknar-, samnings- og bótaupplýsingar í sameiginlegt samskipta- og gagnavinnslukerfi Allianz samsteypunnar. Jafnframt hafi hann samþykkt að upplýsingarnar mætti vista hjá miðlara eða tryggingarsala og koma á framfæri við miðlara og önnur þýsk félög Allianz samsteypunnar, sem hafi með tryggingarmál hans að gera, að svo miklu leyti sem það þjóni eðlilegri framkvæmd samnings hans eða snerti reglulega umönnun viðskiptavina.

Einnig byggði Allianz á Íslandi á því að lögmætir hagsmunir, til nýtingar grunnupplýsinga í viðskiptamannagrunni sínum til beinnar markaðssetningar, heimili þessa vinnslu persónuupplýsinga. Frekari upplýsingar, en þörf hafi verið á í þágu þeirra hagsmuna, hafi ekki verið unnar eða þeim miðlað og ekki verði séð að hagsmunir eða grundvallarréttindi hins skráða sem krefjast verndar vegi þyngra. Miðlun upplýsinga um manninn til Nýju vátryggingaþjónustunnar sem sé vottaður ráðgjafi Allianz á Íslandi hafi því verið heimil.

Hafi beðið um lista með bannmerktum símanúmerum

Þegar kemur að þeim þætti málsins að hringt hafi verið í manninn þrátt fyrir bannmerkingu í símaskrá segir í úrskurðinum að Markvisst ehf. (sem lét Nýju vátryggingaþjónustinni lista í té sem innihélt m.a. símanúmer mannsins) hafi greint frá því að Nýja vátryggingaþjónustan hafi óskað eftir markhópalista frá félaginu sem innihélt nafn, heimilisfang og símanúmer einstaklinga. Markvisst hafi unnið markhópalistann upp úr upplýsingum af ja.is en að ósk Nýju vátryggingaþjónustunnar hafi listinn einnig innihaldið símanúmer sem væru bannmerkt í símaskrá.

Ákveðin vinnsla heimil óháð bannmerkingum

Í niðurstöðuhluta úrskurðarins er gerð ítarleg grein fyrir lagalegum grundvelli málsins. Niðurstaða Persónuverndar er sú að fyrirtækjum sé heimil ákveðin vinnsla persónuupplýsinga um viðskiptamenn sína, óháð almennum bannmerkingum í símaskrá.

Það hafi verið hluti af skyldum Allianz á Íslandi gagnvart móðurfélaginu í Þýskalandi að halda við tryggingum sem fyrir væru og í því skyni hafa stöðugt samband við tryggingataka og veita þeim ráðgjöf, að eigin frumkvæði eða að þeirra ósk. Fram komi að markmiðið með því hafi verið að viðskiptavinurinn væri og yrði vel tryggður.

Hagsmunir Allianz á Íslandi af því að hafa beint markaðssetningu að manninum teljist því lögmætir. Þá verði ekki séð að hagsmunir og grundvallarréttindi og frelsi mannisins, sem krefjist verndar persónuupplýsinga, hafi vegið þyngra en hagsmunir Allianz af því að miðla upplýsingunum til Nýju vátryggingaþjónustunnar, þrátt fyrir að maðurinn hefði komið andmælum sínum við beinni markaðssetningu á framfæri með almennum hætti með bannmerkingu í símaskrá. Umrædd vinnsla Allianz á Íslandi á persónuupplýsingum mannsins hafi því samræmst lögum um persónuvernd.

Aðgangur Nýju vátryggingaþjónustunnar að persónuupplýsingum mannsins hafi byggt á vinnslusamningi. Því reyni ekki á hvort vinnsla þess fyrirtækis á upplýsingunum hafi verið í samræmi við lög um persónuvernd. Fyrirtækið hafi ekki farið út fyrir heimildir sínar sem vinnsluaðili þegar það óskaði eftir markhópalista frá Markvisst ehf.

Vinnsla Markvisst á markhópalistanum hafi einnig verið heimil samkvæmt lögum um persónuvernd þar sem hún ein og sér hafi ekki falið í sér markaðssetningu sem hafi verið beint sérstaklega að manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“
Fréttir
Í gær

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
Fréttir
Í gær

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við