fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Hart deilt um Bashar – Egill sakar Andrés um að ala á útlendingaandúð – „Þú ert kominn út á mjög hálar brautir“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. mars 2024 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum klukkustundum áður en útsending hófst frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á RÚV í gær birti mbl.is frétt þess efnis að framkvæmdastjóri keppninnar, Rúnar Freyr Gíslason, hefði greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad og gert honum kleift að taka með löglegum hætti þátt í keppninni.

Greinir mbl.is frá og birtir bréf sem Rúnar skrifaði til Útlendingastofnunar þar sem segir að nauðsynlegt sé að Bashar fái vegabréfsáritiun hingað til lands svo hann geti tekið þátt í keppninni.

Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Andrés Magnússon, átelur RÚV fyrir þessi vinnubrögð. Í Facebook-færslu þar sem hann deilir fréttinni segir Andrés:

„Þetta er með ólíkindum. Öðrum keppendum hlýtur að líða eins og statistum í einhverju leikriti sem þeim var ekki sagt frá.“

Þessu er sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, vægast sagt ósammála. Hann deilir einnig fréttinni og segir:

„Óttalega er þetta lítilmótlegt. Hvað kemur okkur við á hvaða pappírum Bashar er hér á landi? Ég spyr bara – er þetta frétt?“

„Elsku vinur…“

Egill og Andrés takast á um málið, ásamt fleirum, í ummælakerfi undir færslu Andrésar. Egill efast um gildi fréttarinnar og segir hana aðallega sýna að sumir séu ekki fæddir inn í þann lúxus að eiga vestrænt vegabréf. Andrés svarar og segir framgöngu framkvæmdastjóra keppninnar bera merki hannaðrar atburðarásar af hendi RÚV:

„Þegar framkvæmdastjóri keppninnar sækir sérstaklega um dvalarleyfi fyrir einn keppanda, sem kynntur var til sögunnar á undan öðrum keppendum… þú fyrirgefur en þetta ber öll merki hannaðrar atburðarásar.“

Við þessu bregst Egill þungorður og segir Andrés vera kominn út á mjög hálar brautir:

„Elsku vinur, þú ert kominn út á mjög hálar brautir þar sem er alið á útlendingahatri og -tortryggni. Það hryggir mig. Man ekki eftir þér svona, enda varstu góður frjálshyggjumaður á þeim tíma þegar sú stefna var nokkurn veginn litblind – amk á annað en peninga. Við þurfum ekki svona eitur. Vinarkveðja,“

Andrés telur þessar ásakanir fráleitar, málið snúist ekki um Bashar heldur vinnubrögð RÚV:

„Della er þetta. Punkturinn hér er ekki umræddur listamaður, heldur hvern þremilinn Rúv. og starfsmenn þess eru að pæla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína