fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Víða opið og víða lokað um páskana

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 20:31

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afgreiðslutímar hinna ýmsu verslana eru breytilegir yfir páskana. Kringlan og Smáralind hafa opið frá kl. 11 til 17 á laugardag en báðar verslunarmiðstöðvarnar hafa hins vegar lokað bæði á páskadag og annan í páskum.

Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ hafa opið allan sólarhringinn allan páskana, en lokað er á Eiðistorgi og Spönginni á páskadag.

Mjög breytilegur afgreiðslutími er hjá verslunum Krónunnar um land allt en nánar má sjá um það hér.

Bónus er með opið í flestum verslunum á laugardag til kl. 20 en hefur allar verslanir lokaðar á páskadag og annan í páskum.

Vínbúðin og Nýja vínbúðin

Verslanir Vínbúðarinnar eru opnar á laugardag en skella í lás á páskadag og annan í páskum.

Nýja vínbúðin, sem er áfengisverslun á netinu með heimsendingarþjónustu, er hins vegar með opið alla páskana frá hádegi til miðnættis. Ef pantað er fyrir miðnætti fæst heimsent innan 90 mínútna  á höfuðborgarsvæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir Fadi að beiðni barnaverndaryfirvalda

Lögreglan lýsir eftir Fadi að beiðni barnaverndaryfirvalda
Fréttir
Í gær

Þjáningar Láru Bjarkar eru rétt að byrja – Fingur og tær verða fjarlægð á mánudag

Þjáningar Láru Bjarkar eru rétt að byrja – Fingur og tær verða fjarlægð á mánudag