fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Fjögur fyrirtæki heiðruð af Nemastofu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2024 15:53

Forseti Íslands með fulltrúum fyrirtækjanna fjögurra sem voru heiðruð af Nemastofu. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur fyrirtæki voru sérstaklega heiðruð af Nemastofu á fjölmennri hátíð Iðnaðarmannafélagsins á Hótel Natura. Fyrirtækin eru Bílaumboðið Askja, Marel, Snyrtistofa Ágústu og Hasar.

Verðlaunaafhending Nemastofu atvinnulífsins til fyrirmyndafyrirtækja fór fram laugardaginn 3. febrúar síðastliðinn samhliða nýsveinahátið Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu.

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti hópi sveina viðurkenningar, sem og fyrirtækjunum fjórum verðlaun fyrir móttöku og þjálfun iðnnema á fjölmennri hátíð Iðnaðarmannafélagsins.

,,Við erum gríðarlega stolt af því að vera eitt af fjórum fyrirtækjum sem voru heiðruð af Nemastofu. Hjá okkur starfa í dag um 60 bifvélavirkjar á þremur best búnu bifreiðaverkstæðum landsins, en þrír af hverjum fjórum nemum sem hafa hlotið starfsþjálfun hjá Öskju undanfarin ár starfa hjá okkur í dag,“ segir Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Öskju, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Öskju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt