fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fréttir

Engin merki um gosvirkni og enginn gosórói mælist

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2024 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin gosvirkni sást í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir gossvæðið nú á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt Veðurstofu Íslands bendir þetta til þess að gosinu sé að ljúka, en ekki er lengur vart við gosóróa á sjálftamælum.

Veðurstofan hefur uppfært hættumat með tilliti til þróunar í virkni gossins. Breytingar hafa orðið á hættumati fyrir einstaka hættu innan svæða, dregið hefur úr hættu á gosopnun en áfram er hætta vegna gasmengunar til staðar við hraunjaðarinn. Áfram er talin hætta á hraunflæði, sem tengist því að enn er mögulegt að hrauntungur brjótist út úr hraunjaðri. Hætta á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingar er enn talin há á svæði Grindavíkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð