fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Rannsaka hlutdeild Péturs Jökulls í stóra kókaínmálinu – „Auðvitað teljum við okkur hafa upplýsingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur þegar yfirheyrt Pétur Jökul Jónasson, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í fyrradag í tengslum við stóra kókaínmálið.

Fjórir menn hlutu þunga fangelsisdóma í fyrra vegna þess máls, sem snerist um tilraun til að flytja inn til landsins rétt tæplega 100 kg af kókaíni með timbursendingu frá Brasilíu.

Að beiðni íslensku lögreglunnar birti Alþjóðalögreglan Europol eftirlýsingu eftir Pétri Jökli. Lögregla upplýsti í gær að Pétur Jökull hafði komið sjálfviljugur til landsins og verið handtekinn við komuna.

Sjá einnig: Pétur Jökull handtekinn – Var eftirlýstur af Interpol

Pétur Jökull var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins, segir sjálfgefið að Pétur Jökull hafi þegar verið yfirheyrður:

„Já, það er gert strax þegar fólk er handtekið og kemur fyrir dómara, þá er búið að yfirheyra það a.mk. einu sinni.“

Aðspurður hvort Pétur Jökull hafi í rauninni gefið sig fram, segir Grímur: „Það er dálítið erfitt að tala um það vegna þess að ég vil ekki gefa of mikla innsýn í starfsaðstæður lögreglunnar, þess vegna hef ég viljað halda mig við að segja að hann var handtekinn á flugvellinum og hann kom sjálfviljugur til landsins.“

Sú spurning er áleitin hvort hlutdeild Péturs Jökuls í stóra kókaínmálinu sé jafnmikil eða meiri en sakborninganna sem dæmdir voru í málinu í fyrra:

„Ég vil ekkert segja um það. Núna erum við bara að rannsaka hans hlut. Auðvitað teljum við okkur hafa upplýsingar, en við erum að rannsaka hans hlut í málinu og þurfum að ræða við hann um það, það er hluti af rannsókninni að átta sig á því hver hans hlutdeild kunni að vera, hvort hún sé einhver og hver hún þá er.“

En hefur Pétur Jökull verið samvinnuþýður í yfirheyrslum? „Um það get ég ekkert sagt,“ segir Grímur og vill gæta þess að gefa ekki of mikið upp um rannsókn málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu