fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur varar við og segir að við þurfum að búa okkur undir næsta faraldur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 09:00

Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að við þurfum að vera viðbúin því að nýr heimsfaraldur ríði yfir. Fjögur ár eru í dag liðin síðan fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi og er óhætt að segja að í kjölfarið hafi farið af stað atburðarás sem fáir sáu fyrir.

Þórólfur er í viðtali í Morgunblaðinu í dag í tilefni þessara tímamóta.

Þó að fjögur ár séu liðin síðan fyrsta smitið greindist er veiran enn úti í samfélaginu. Hún hefur tekið talsverðum breytingum og þá er búið að bólusetja meirihluta landsmanna. Hún veldur því ekki jafn alvarlegum sýkingum og fyrst þó hún geti verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir.

Þórólfur segir við Morgunblaðið að áfram verði líklega um að ræða veirusýkingu sem kemur reglulega upp, oftar en ekki yfir vetrartímann og valda mismiklum einkennum.

Þórólfur segir að kórónuveirufaraldurinn sem fór af stað í ársbyrjun 2020 sé ekki sá síðasti sem mun ríða yfir. Mikilvægt sé að við drögum lærdóm af faraldrinum, hvernig brugðist var við og hvernig við ætlum að bregðast við þegar næsti faraldur kemur.

„Það mun ger­ast og við höf­um sem dæmi bú­ist við því að ein­hvern tíma muni koma nýr heims­far­ald­ur af in­flú­ensu. Ein­hvern tíma mun það ger­ast en auk þess geta komið nýj­ar veir­ur eins og gerðist með covid-19. Það virt­ist ekki á sjón­deild­ar­hringn­um að við mynd­um fá heims­far­ald­ur af völd­um þess­ar­ar veiru. Við þurf­um að vera til­bú­in þegar þetta ger­ist aft­ur. Við þurf­um að vera með ein­hverj­ar áætlan­ir í gangi rétt eins og vegna jarðhrær­inga og eld­gosa,“ seg­ir Þórólf­ur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“