fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Hvatti Íslendinga til að sniðganga Bashar og kjósa frekar Heru Björk – Segir nú að myndbandið við lagið gæti dæmt Ísland úr leik

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision keppnin er sameiningartákn og enginn staður fyrir pólitík. Þetta hefur verið afstaða aðstandenda keppninnar ár eftir ár, en engu að síður hefur pólitíkin ítrekað ratað upp á sviðið eða í atkvæðagreiðsluna.

Þetta er einkum áberandi í ár þar sem fjöldi þjóða hefur mótmælt því að Ísrael fái að keppa í ljósi stríðs þeirra við Palestínu sem margir kalla þjóðarmorð.

Meðal annars hefur verið hávært ákall eftir því að Ísland dragi sig úr keppninni í ár í mótmælaskyni og til að sýna Palestínu stuðning. Mörgum þykir slík ákvörðun borðleggjandi þar sem Ísland hefur áður sýnt samstöðu með Palestínu í keppninni þegar hljómsveitin Hatari nýtti sér vettvanginn til að flagga palestínska fánanum.

Það hefur vakið athygli að tónlistarmaðurinn Bashar Murad sé kominn í úrslit forkeppninnar hér heima. Bashar er eins og flestir vita palestínskur og flytur lag sem hann samdi með Einari og Matthías úr Hatara, en lagið fjallar um ferðalag Bashar frá Palestínu til Íslands, þránna eftir ferðafrelsi og um að yfirstíga raunveruleg og ímynduð landamæri.

Það þykir mjög táknrænt að palestínskur einstaklingur fái að koma fram á sviðinu í Svíþjóð í ljósi stríðsins og möguleikinn einn á að Bashar verði fulltrúi Íslands hefur valdið því að við höfum tekið stórt stökk í veðbönkunum og er nú spáð fjórða sæti..

Ekkert á móti Bashar

Mikil eftirvænting er í röðum Eurovision-aðdáenda um allan heim, en þó ekki hjá öllum. Einn Ísraelmaður blés til herðferðar í Facebook-hóp sem kallast Israeli-Icelandic Conversation. Hópurinn telur aðeins tæplega 400 meðlimi en er þó opinn öllum. Þar hvatti hann Íslendinga til að kjósa frekar Heru Björk og hvetja vini og fjölskyldu til að gera slíkt hið sama. Heimildin vakti athygli á færslunni, en í henni skrifaði stjórnandi í hópnum sem er frá Ísrael:

„Úrslit Söngvakeppninnar fara fram á laugardaginn – látum Ísland velja Heru Björk en ekki Bashar Murad. 

Þetta er ósanngjarnt, ég veit það, ég hef ekkert á móti Bashar. Ég veit að hann var valinn til að taka þátt fyrir 7. október og lagið var líklega samið fyrir þann tíma líka. Ég hef í grunninn ekkert á móti því að palestínskur söngvari komi fram í Eurovision, þvert á móti er ég hlynntur því að Palestína fái þátttökurétt í Eurovision einn daginn. 

En ég skil líka aðstæðurnar sem þetta hefur skapað. Þátttaka Bashar mun hafa neikvæðar pólitískar afleiðingar, jafnvel þó hann segi ekki orð um ástandið. Þetta verður alvarlegra ef Ísrael tekur á sama tíma ekki þátt (þó það sé bara okkur að kenna, en samt). Og fyrst og fremst, persónulega, óttast ég hvað þátttaka Bashar muni gera við samband Íslands og Ísrael, sérstaklega ef Ísland vinnur Eurovision. (Ég hugsa að það gerist samt ekki því lagið hans Bashar er ekki sigurstranglegt, en maður veit aldrei) 

Svo á laugardaginn – Kjósið Heru! Talið við 2-3 vini eða fjölskyldumeðlimi og fáið þau til að kjósa Heru líka. Ísland er lítið land – saman getum við gert þetta að veruleika. Hera virðist vera keppandinn sem hefur besta möguleika á að vera valin fyrir utan Bashar, svo ekki kjósa neinn annan. 

Og að sjálfsögðu, gerum þetta hljótt, án þess að nota skilti og án þess að öskra, við vitum hvernig stuðningsmenn Palestínu virka, með sniðgöngu, ógnunum og hótunum, jafnvel líflátshótunum, og ég vil ekki að elsku Hera Björk fái hótanir bara því einhverjir stuðningsmenn Ísrael styðja hana. 

Gerum þetta“ 

Myndbandið rammpólitískt

Ekki voru þó allir sammála því að þetta sé rétta leiðin í málinu. Fleiri frá Ísrael tóku til máls í athugasemdum við færsluna og sögðust ekkert styðja þessa hugmynd. Palestína sé ekki óvinur þeirra og eins og í öllum keppnum, megi sá besti vinna. Annar sagði það undir Íslendingum komið hvaða skilaboð þeir vilja senda Evrópu, engum öðrum.

Eftir að Heimildin birti frétt sína skrifaði stjórnandinn aðra færslu þar sem hann mótmælti því að í fréttinni væri því slegið fram að Ísraelsmenn væru að hvetja Íslendinga til að kjósa Heru. Hér væri um lítinn hóp að ræða en ekki eitthvað stórt samsæri Ísrael gegn Söngvakeppninni.

„Persónulega finnst mér aumkunarvert að gera fréttamat úr þessu. Ég var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að bregðast við, en þar sem kötturinn er kominn úr sekknum þá er engu að tapa og þar með hvet ég ykkur aftur til að kjósa Heru Björk“

Fyrir því gefur hann tvær ástæður. Hera sé búin að tilkynna að hún muni taka þátt í Eurovision, sigri hún Söngvakeppnina. Þar með sé Ísland með fulltrúa á stóra sviðinu. Að auki sé Hera besti söngvarinn af öllum keppendum og lag hennar það besta. Hera sé reynd í að koma fram og eigi sér dygga aðdáendur í Eurovision-samfélaginu.

„Ég hef ekkert á móti Bashar Murad eða á móti hugmyndinni um að palestínskur keppandi taki þátt í Eurovision. Þegar allt kemur til alls þá munið þið, almenningur á Íslandi, kjósa þann sem þið viljið. En þá stendur eftir spurningin um hvaða skilaboð Ísland vill senda Evrópu.“

Í athugasemd bætir hann svo við að hann hafi sjálfur talað gegn framlagi Ísrael þar sem það er of pólitískt. Að því sögðu þá sé ljóst að þó lag Bashar sé ekki jafn augljóslega pólitískt og ísraelska lagið þá sé myndbandið við það rammpólitískt. Þetta muni framkvæmdastjórn Eurovision þurfa að taka til skoðunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína