fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Svona gæti stríðið í Úkraínu þróast

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 04:33

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rétt rúm tvö ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti, bjóst við skjótum sigri og að hersveitir hans myndu ná til höfuðborgarinnar Kyiv á nokkrum dögum. Eins og kunnugt eru hefur það ekki gerst og síðustu mánuði hefur stríðið verið nokkurskonar kyrrstöðustríð þar sem hvorugur aðilinn hefur getað sótt fram. En hvað er fram undan varðandi þróun stríðsins?

Nýlega var svara leitað við þessu í umfjöllun Jótlandspóstsins. Þar kemur fram að langlíklegast sé að áframhaldandi kyrrstöðustríð verði sviðsmyndin næstu 12 til 18 mánuði. En ekki er útilokað að Rússar nái að brjótast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna í austurhluta landsins eða þá að Úkraínumenn nái að sækja fram í „bakgarði“ Rússa.

Fyrsta sviðsmyndin sem talin er líkleg er áframhaldandi kyrrstöðustríð. Síðasti stóri sigurinn í stríðinu var í nóvember 2022 þegar Úkraínumenn náðu borginni Kherson í suðurhluta landsins aftur á sitt val. Eftir það hafa Rússar náð nokkrum litlum bæjum í Donetsk á sitt vald eftir gríðarlega mannskæðar sóknaraðgerðir.

Eins og stendur hafa Rússar  yfirhöndina hvað varðar mannskap, hergögn og ekki síst skotfæri. Það getur skilað þeim árangri þegar barist er á afmörkuðum litlum svæðum eins og við Bakhmut og Avdiivka. Sérfræðingar segja að á móti eigi Rússar í erfiðleikum með að standa í stórum aðgerðum þar sem þeir nota til dæmis skriðdreka og það dregur úr getu þeirra til að leggja landsvæði hratt undir sig.

Úkraínumenn glíma við skotfæraskort og skort á hermönnum og erfiða birgðaflutninga. En þeir hafa, eins og Rússar, haft tíma til að byggja upp varnarstöður og þar með gera andstæðingnum erfitt fyrir með að sækja fram.

Breska hugveitan Rusi segir að rússneskir hernaðarsérfræðingar telji að með því að halda áfram þrýstingi á úkraínsku hersveitirnar allt árið geti það rutt veginn fyrir að hægt verði að hafa betur í baráttunni við þær á næsta ári og 2026 og þar með sigra í stríðinu.

Önnur sviðsmynd er að Rússar nái að brjóta úkraínsku hersveitirnar á bak aftur í austurhluta landsins. Ef Vesturlönd ná ekki að halda uppi nægum stuðningi við Úkraínumenn, þá mun það ekki aðeins þvinga Úkraínumenn aftur í varnarstöður, sem hefur að stórum hluta gerst nú þegar, heldur mun það einnig gera Rússum kleift að ná undir sig meira landsvæði í austurhluta landsins.

Úkraínumenn eru miklu háðari utanaðkomandi þáttum en Rússar. Ef einangrunarsinninn Donald Trump sigrar í forsetakosningunum í nóvember í bland við hik evrópskra lykilríkja á borð við Þýskaland, hvað varðar afhendingu fullkominna vopnakerfa, getur veikt Úkraínumenn mjög hernaðarlega og efnahagslega.

Ef alvöru efi um stuðning Vesturlanda festir rótum, getur það valdið pólitískum og félagslegum óra í Úkraínu. Stuðningur Vesturlanda er afgerandi til að fylla í götin í efnahagslífi sem er illa farið vegna stríðsins.

Ef Rússar ná að sækja fram í Donetsk og sækja að Kharkiv munu rússneskir ráðamenn vonast til að það dugi til að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna.

Ef Rússar aftur á móti vilja gera alvöru úr hótunum sínum um að reyna á nýjan leik að ná Kyiv og Odesa á sitt vald, þá verða þeir að grípa til umfangsmikillar herkvaðningar og það er, eins og staðan er núna, eldfimt efni, bæði pólitískt og félagslegt, í Rússlandi.

Þriðja sviðsmyndin er að Úkraínumenn nái góðum árangri langt að baki víglínunnar. Besti árangur Úkraínumanna á síðasta ári og það sem af er þessu ári er, þótt ansi þverstæðukennt sé, á hafi úti og skiptir það litlu máli að landið hefur ekki átt nein flota að heitið geti síðan 2014.

Þeim hefur tekist að gera um fimmtung rússneska Svartahafsflotans óvirkan og Rússar hafa neyðst til að hörfa frá flotahöfnum á Krím og þeir gátu ekki haldið uppi hafnbanni á kornflutninga í norður- og vesturhluta Svartahafs.

Hik Vesturlanda við að láta Úkraínumenn fá langdræg vopn snýst ekki um hernaðarlega sjónarmið, heldur pólitísk. Vesturlönd óttast viðbrögð Rússa ef vestræn vopn verða notuð til árása á rússneskar borgir fjarri víglínunni.

Þrátt fyrir takmarkaða möguleika hefur Úkraínumönnum tekist að gera árásir á hernaðarleg skotmörk í Rússlandi og á Krím. Ef þeir fá langdræg vopn frá Bandaríkjunum og Evrópu gætu þeir bætt hressilega í slíkar árásir og það gæti veikt Rússland hernaðarlega séð og hugsanlega haft áhrif á almenningsálitið í Rússlandi.

Ef Úkraínumenn gætu ráðist af krafti á innviði á Krím, þá gæti það haft mikil áhrif því skaginn skiptir Pútín miklu máli, bæði vegna staðsetningar hans og hugmyndafræðilega. Yfirvofandi hætta á sífelldum úkraínskum árásum á skagann, gæti hugsanlega fengið Rússa að samningaborðinu með tilboð sem úkraínskir ráðamenn gætu verið viljugir til að íhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði