fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Stefnir Disney World eftir voveiflegt dauðsfall eiginkonu sinnar

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkill konu sem lést eftir að hafa borðað á veitingastað Disney World í Flórída hefur ákveðið að stefna fyrirtækinu. Konan, Kanokporn Tangsuan, virtur læknir við NYU Longone-sjúkrahúsið á Manhattan, lést eftir að hafa fengið heiftarlegt ofnæmiskast í október síðastliðnum.

Hjónin borðuðu kvöldmat saman á Raglan Road Irish Pub-veitingastaðnum í Disney Springs í Flórída þann 5. október síðastliðinn.

Tangsuan lét starfsfólk vita að hún væri haldin hnetu- og mjólkurofnæmi og því væri mikilvægt að það sem pantaði innihéldi ekkert af því. Starfsfólk tók skýrt fram að passað yrði upp á það og borðaði Tangsuan máltíðina sem samanstóð meðal annars af hörpuskel, laukhringjum og grænmeti.

Eftir máltíðina ákváðu hjónin að kíkja í búðir í Disney Springs en fljótlega eftir það fór Tangsuan að líða illa.

Ástand hennar versnaði hratt og átti hún meðal annars erfitt með að anda. Eiginmaður hennar notaði meðal annars ofnæmispenna en hann skilaði ekki tilætluðum árangri. Var Tangsuan flutt á sjúkrahús þar sem hún lést síðar þetta sama kvöld.

Eiginmaður Tangsuan, Jeffrey Piccolo, hefur nú stefnt Disney World og krefst hann um átta milljóna króna í bætur. Leiddi rannsókn í ljós að bæði hnetur og mjólk höfðu komist í líkama Tangsuan. Segir í stefnunni að starfsfólk veitingastaðarins hafi gert afdrifarík mistök með skelfilegum afleiðingum og hjónin hefðu átt að geta treyst því að passað yrði upp á þarfir þeirra sem haldnir eru bráðaofnæmi eins og Tangsuan var haldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt