fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Fráleitar varnir með ólíkindablæ í máli manns sem sagðist ekki hafa keypt vændi af barni heldur aðeins deilt „kynferðislegum fantasíum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað keypt vændi af 14 ára barni. Hann hafi notfært sér stað stúlkan var berskjölduð og á viðkvæmum stað sökum fíknisjúkdóms og eigi sér engar málsbætur.

Ákærði var annars vegar ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og hins vegar fyrir kaup á vændi. Hann neitaði sök, sagðist hvorki hafa vitað hvað stúlkan var gömul, né haft við hana kynferðislegt samneyti.

Í skilaboðum milli ákærða og brotaþola á snapchat gekk ákærði eftir því að fá að stunda kynmök með stúlkunni. Hún sagði að það gæti ekki gerst heima hjá henni þar sem ákærði væri fæddur árið 2002. Síðar í samskiptum segist ákærði þurfa að fá að borga stúlkunni um mánaðamótin þegar hann fær útborgað og stúlkan segist þá ekki ætla að hitta hann fyrr en það gerist. Þá segir ákærði: „Ææ getum við ekki hisst núna í smá tott. og svo þegar ég fæ útborgað þá getum við riðið og ég borga bæði…“

Fleiri samskipti á þessum nótum fóru fram þar sem stúlkan spyr hvort og hversu mikið hann ætli að borga og ákærði reynir að fá afsláttarkjör eða greiðslufrest. „Þú veit líka að ég myndi ekki svíkja með það borga alltaf….“

Á einum stað spyr ákærði hvort hann megi ekki koma heim til stúlkunnar en hún tekur fyrir það þar sem móðir hennar sé heima og henni myndi mislíka hversu mikið eldri ákærði var en stúlkan. Á einum tíma spyr ákærði hreint út hversu gömul stúlkan er þegar hún segist eiga afmæli. Hún svarar því þá að hún sé nú orðin 15 ára og þar með „lögriða“. Ákærði spyr í beinu framhaldi hvort það þýði ekki að hann megi núna koma heim til hennar án vandkvæða.

Bara kynferðislegar fantasíur starfsmanns í bakarí

Sálfræðingur í Barnahúsi gaf skýrslu fyrir dómi. Sú hafði hitt brotaþola vegna meints kynferðisbrots af hálfu annars en ákærða, enda hafði sálfræðingurinn ekki verið upplýst um að mál ákærða hefði verið kært til lögreglu. Þegar brotin komu til tals sagðist stúlkan ósátt við að foreldrar hennar hefðu kært málið. Stúlkan teldi ekkert misjafnt hafa átt sér stað og sagði meint brot ekkert trufla sig. Á þeim tíma glímdi stúlkan þó við alvarlegan hegðunarvanda, skólaforðum, áfengis- og fíkniefnaneyslu auk þess sem hún strauk gjarnan að heiman.

Fyrir dómi neitaði ákærði áfram sök. Hann sagðist hafa kynnst brotaþola á Snapchat og þar hafi þau rætt saman á „grófu nótunum“ um „kynferðislegar fantasíur“. Nokkrum mánuðum síðar hafi samskiptin fjarað út. Tilvitnuð samskipti á Snapchat væru hugarórar og fælu ekki í sér loforð um greiðslu fyrir kynlíf heldur var um lánsbeiðni frá brotaþola að ræða. Ákærði hafi aldrei ætlað sér að borga fyrir kynferðislega greiða heldur hafði hann „fantasíu“ sem gekk út á að brotaþoli væri „einhver vændiskona“.

Þau hafi hist nokkrum sinnum og farið saman á „rúntinn“ en ekkert kynferðislegt gerðist. Þau hafi hist allt í allt sjö sinnum, þó hann væri ekki hundrað prósent viss. Hann hafi auk þess ekki vitað hversu ung stúlkan var. Þar sem hún hafi drukkið áfengi hafi hann reiknað með því að hún væri komin á þrítugsaldur. Ákærði hafi átt kærustu á þessum tíma og sé nú í sambandi með stúlku. Hann búi enn hjá foreldrum sínum en hann og kærasta hans ætli að kaupa íbúð saman á næstunni. Hann starfaði í bakarí þegar atvik máls áttu sér stað en starfar í dag sem verkstjóri hjá byggingarverktaka, fyrirtæki í eigu föður ákærða.

Þótti furðulegt að stúlkan ætti pening

Stúlkan sagði fyrir dómi að ákærði hafi ekki „beinlínis“ greitt henni fyrir kynlíf, en þó stundum gefið henni pening. Allt í allt hafi hann gefið henni á bilinu 300-400 þúsund krónur, og ekkert af því var í formi láns enda hafði hún engin ráð til að endurgreiða slíkt. Brotaþola hafi liðið illa á þessum tíma, verið á „mjög slæmum stað“ og í sl æmum félagsskap. Hún var í mikilli neyslu sem hún hafi þurft að fjármagna, en hún taldi víst að ákærði hafi vitað um fíknivanda hennar og hvað hún notaði peningana sem hann gaf henni í. Stúlkan segist í dag komin á betri stað og þegar hún hugsi til baka um samskipti sín við ákærða líði henni ekki vel og finnist erfitt að rifja þetta upp.

Faðir stúlkunnar segir að málið hafi komist upp eftir að hann og móðir stúlkunnar tóku eftir því að hún hefði peninga til umráða þrátt fyrir að þau hefðu tekið alla peninga af henni. Þau hafi í kjölfarið séð samskipti hennar á við ákærða á Snapchat og í kjölfarið höfðu þau samband við lögreglu.

Fjöldi vitna var leiddur fram fyrir dómi sem þekktu til brotaþola á þessum tíma og höfðu jafnvel komið með henni að hitta ákærða. Greindu vitnin frá kynferðislegu samneyti milli brotaþola og ákærða og til þess að brotaþoli hafi beinum orðum sagt að hún væri að selja sig til að fjármagna neyslu. Brotaþoli hafi talað um að það væri erfitt að hitta ákærða og án peninganna hefði hún ekkert viljað með hann hafa.

Engar málsbætur og fráleit málsvörn

Dómari rakti að framlögð samskipti milli ákærða og brotaþola væru nær eingöngu af kynferðislegum toga og berlega megi ráða af þeim að þar sé ákærði að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Ekki verði annað ráðið en að ákærði hafi greitt eða lofað að greiða brotaþola gegn því að hún hefði við hann samræði. Vitni hafi bæði séð ákærða láta brotaþola fá pening eða haft milligöngu um slíkt. Ákærða hafi ekki geta dulist hversu ung brotaþoli var, enda minnst eitt sinn sótt hana í grunnskólann sem hún gekk í.

Framburður brotaþola hafi frá upphafi verið stöðugur og trúverðugur með stoð í gögnum máls og framburði vitna. Framburður ákærða hafi á sama tíma haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Hann hafi ítrekað neitað fyrir að hafa átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna þrátt fyrir vitni og skrifleg samskipti sem sýni fram á annað. Ekki leiki nokkur vafi á því að ákærði hafi haft samræði eða önnur kynferðismök við stúlkuna og liggur fyrir að hann greiddi henni peninga. Sú skýring ákærða að hann hafi lánað 14 ára stúlku pening sé fráleit og ljóst að ákærði væri sekur um að kaupa vændi.

Dómari leit til þess að þegar brotin áttu sér stað var ákærði á tuttugasta aldursári. Engu að síður væri nokkur aldursmunur á honum og stúlkunni. Hann hafi notfært sér viðkvæma stöðu stúlkunnar og eigi sér engar málsbætur. Refsing væri því hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljón í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco