fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Dularfulla hljómplötusendingin frá Þýskalandi – Kona og karl sakfelld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona og karl hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnasmygls en þau reyndu að taka við rúmu kílói af  kókaíni með styrkleika 62-64% á pósthúsi í Reykjavík. Efnið var ætlað til söludreifingar hér á landi.

Fíkniefnin voru falin í hliðum pappakassa sem innihélt vínilplötur og heyrnartól. Koma kassinn hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi miðvikudaginn 18. október 2023. Lögregla lagði hald á sendinguna og fjarlægði efnin úr umbúðunum.

Parið átti að fá greiddar 1.000 evrur fyrir að móttaka pakkann, eða um það bil 150 þúsund íslenskar krónur. Þann 24. október fór konan á pósthús við Síðumúla og spurði um pakkann, sem var stílaður á manninn. „Ákærða veitti pakkanum ekki viðtöku heldur sagði starfsmanni að annar aðili kæmi að sækja hann, á meðan stóð ákærði Y fyrir utan pósthúsið en hann fylgdi ákærðu X fast á eftir er hún gekk frá pósthúsinu og sameinuðust þau við Suðurlandsbraut og gengu sem leið lá niður í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í ákæru. Þar kemur einnig fram að í kjölfarið á þessu voru bæði handtekin í húsi við Sólvallagötu í Reykjavík.

Bæði neituðu sök fyrir dómi. Konan sagðist hafa komið í frí til Íslands. Hún hefði verið hér í tvo daga þegar vinur hennar hefði nálgast hana og beðið hana um að sækja pakka á pósthús fyrir mann sem hafði ekki skilríki. Hún hefði haft efasemdir en samt farið á pósthúsið. Þar hefði hún rætt við starfsmann en síðan fengið slæma tilfinningu og hætt við að taka pakkann. Hún hefði sagt starfsmanninum að betra væri að sá sem ætti að fá pakkann myndi sækja hann sjálfur.

Maðurinn neitaði líka sök og sagðist aldrei myndu taka slíka áhættu enda væri hann að fá húsnæði og vegabréf. Konan væri að fá gott starf og þau myndu ekki hætta því góða sem þau ættu í vændum með slíku afbroti.

Skoðun á snjallsímum fólksins leiddi í ljós samskipti við þann aðila sem hafði fengið þau til að taka við sendingunni. Var framburður þeirra ekki í samræmi við þau gögn. Dómara þótti framburður þeirra með nokkrum ólíkindum. Til dæmis sagðist maðurinn vera ólæs en að konan notaði símann hans þegar borinn voru undir hann skrifleg skilaboð úr símanum hans til mannsins sem hafði beðið þau um að sækja pakkann. Um framburð mannsins segir ennfremur í texta dómsins (A er maðurinn sem bað parið um að sækja fíkniefnasendinguna):

„Ákærði kvaðst vera ólæs en meðákærða notaði símann hans. Samskipti við A í síma hans væru samskipti sem hún hefði átt. Þetta væri ekki skrifað fyrir hans hönd. Honum líkaði ekki við þennan mann og vildi ekki eiga samskipti við hann. Hann kæmi ekki nálægt neinu sem tengdist honum og vissi ekkert um neinn pakka. Þá notaði hann ekki millinafnið sitt og pakki merktur K. Smith væri ekki merktur honum. Hann teldi að meðákærða hefði verið að sækja pakka fyrir A en hann hefði ekki vitað að það stæði til. Hann kannaðist við að þau hefðu átt að fá 1.000 evrur eða 1.000 krónur. Þau hefðu ætlað að vera hér á landi í eina viku eða lengur. Honum líkaði vel við landið en það væri rólegt og auðvelt að vera hér. Hann hefði viljað sjá norðurljósin en honum hefði verið bent á að koma til þess í október eða nóvember. Þau meðákærða hefðu lent í peningavandræðum en hann hefði leitað til viðskiptavina sinna um fyrirframgreiðslu og ekki reitt sig á A. Síðan hefði maður komið til að hitta meðákærðu. Hann hefði verið úti að reykja og tekið við peningunum að beiðni hennar. Hann hefði ekki vitað hver maðurinn væri og ekki átt nein samskipti við hann. Mögulega hefði meðákærða átt samskipti við A og hann sent þennan mann með peninga fyrir þau. Ákærði kvaðst ekki hafa beðið hana um neina skýringu.“

Konan og maðurinn voru hvort um sig dæmd í 12 mánaða fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald frá 25. október 2023.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“