fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Manni bjargað af flæðiskeri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir 18 í kvöld var björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út á efsta forgangi vegna ferðamanns sem lent hafði á flæðiskeri undan bænum Ytri-Tungu á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Á þessum slóðum er vinsæll staður til selaskoðunar og hafði maðurinn gengið fram fjöruna, en svo flæddi að honum og lokaði sjórinn leið hans í land.

Þrír björgunarsveitarmenn í flotgöllum bundu sig saman með öryggislínu , óðu og svo syntu að manninum. Nokkuð þung undiralda var á staðnum og útsogið talsvert. Björgunarmennirnir komust að manninum og tryggðu hann í línu við sig og voru svo dregnir í land af björgunarsveitarmönnum, lögreglu og sjúkraliði í landi.

Þegar manninum hafði verið komið í land hafði flætt yfir hæsta hluta skersins sem hann hafði staðið á svo ekki mátti tæpara standa. Maðurinn var kaldur og blautur, en að öðru leiti nokkuð vel haldinn. Hann var kominn í sjúkrabíl til aðhlynningar um klukkan 18:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði