fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Hrikaleg líkamsárás við Ráðhús Árborgar – Notaði tæplega þriggja kílóa hellustein

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. mars næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst árið 2022 við Ráðhús Árborgar á Selfossi.

Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann með 2,83 kg hellusteini, að minnsta kosti einu sinni í höfuðið. Brotaþoli hlaut nefbrot, blæðingu undir húð, sár á enni, skurð á vinstra eyra, bólgu undir vinstra auga og blæðingu í auga vinstra megin, eins og segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Brotaþoli krefst 800.000 króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt