fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Kjartan ætlar að muna ríkisstjórninni alræðishyggjuna – „Komið er fram við eyjamenn eins og þeir séu þjófsnautar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. febrúar 2024 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjabóndi á Breiðafirði spyr hvernig hinu opinbera datt í hug að krefja eigendur eyja um að sanna eignarhald sitt, ellegar eiga áhættu að ríkið taki til sín eyjarnar. Í raun sé verið að koma fram við eyjamenn eins og þeir séu þjófsnautar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Kjartans Eggertssonar í Morgunblaðinu í dag. Tilefni skrifanna er krafa efnahags- og fjármálaráðuneytis, um að eigendur eyja og skerja lýsa yfir eignarétti sínum fyrir 15. maí. Krafan byggir á afstöðu óbyggðanefndar um svokallað svæði 12 um að tilgreindar eyjur og sker við Íslandsstrendur séu þjóðlendur.

Engin vafamál um landamerki

Ferli Óbyggðanefndar er þannig að nefndin veitir ríkinu frest til að lýsa kröfum um þjóðlendur. Lögmenn ríkisins afla ýmissa heimilda um eignarréttinda á svæðinu og á grundvelli þeirra lýsir fjármála- og efnahagsráðherra kröfum um þjóðlendur fyrir hönd ríkisins. Þegar þessar kröfur eru komnar fram skorar Óbyggðanefnd á þá sem telja til eignarréttinda á svæðum sem kröfur ríkisins taka til, að lýsa kröfum fyrir nefndinni og hefst þá kerfisbundin gagnaöflun á vegum nefndarinnar.

Hefur kröfugerð ríkisins vakið nokkra athygli enda er um að ræða margar þekktar eyjar og sker á Breiðafirði, Vestmannaeyjum, Grímsey og víðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lýst því yfir að kjarni málsins sé að eyða óvissu um eignarréttindi lands. Vinna við að marka þjóðlendur Íslands hafi átt sér stað árum saman og ávallt með sama hætti og því væri það ekki í samræmi við jafnræðisreglu að breyta framkvæmdinni nú.

Kjartan segir málið fáránlegt. Upphaf þjóðlendumála hafi verið sú hugmynd að óbyggðir á hálendi yrðu skilgreindar sem þjóðlendur og að fengið yrði á hreint hvað væri afréttur og hvað eignarland.

„Á Breiðafirði er enginn afréttur, sjórinn er þjóðlenda og engin vafamál um landamerki, enda eru eyjarnar umflotnar sjó allan hringinn. Í upphafi þjóðlendumála var ekki gerð krafa til þeirra jarða sem ekki höfðu landamerki að óbyggðum eða afrétti á hálendinu. Það eru því ekki rök að það sé óhjákvæmilegt að fara fram með þessa kröfu á hendur eigendum eyja við strendur landsins á þeirri forsendu að gæta þurfi jafnræðis.

Hinu opinbera dettur það í hug að krefja eigendur eyja um sönnun um eignarhaldið og hóta að taka til sín eyjar ef þessu er ekki sinnt. Í flestum tilfellum þurfa eigendur að sækja sannanirnar um eignarhaldið til hins opinbera þ.e.a.s. til þess aðila sem hér heimtar sannanir. Komið er fram við eyjamenn eins og þeir séu þjófsnautar.“

Eyjamenn í fangelsi

Hér sé sönnunarbyrðinni snúið við. Á meðan grunaðir afbrotamenn séu ásakaðir fyrir lögbrot þegar lögregla hefur sannanir í höndunum þurfa eigendur eyja að sanna að þeir séu ekki að brjóta lög. Kjartan gefur eins lítið fyrir orð ráðherra og fulltrúa óbyggðanefndar sem segja óróa óþarfan þar sem aðeins sé verið að fá allt á hreint um eignarhaldið.

„En það er óvart allt á hreinu með eignarhaldið, þannig að krafa ráðuneytisins og óbyggðanefnar er óþörf en hefur í för með sér alls konar leiðindi og aukin útgjöld ríkisins, kostnað fyrir eyjabændur og áhyggjur.

Versta tilfinningin er að uppgötva alræðishyggjuna hjá hinu opinbera og fasísk vinnubrögð. Ef það væru stríðstímar og ríkið þyrfti að yfirtaka eignir tímabundið í þágu þjóðarinnar, þá væri þetta skiljanlegt, en það eru óvart engir stríðstímar hér á landi.“

Kjartan líkir ástandinu við að eyjamenn hafi verið settir í fangelsi og hvetur hann ríkisstjórnina til að draga þessa kröfugerð til baka.

„Í raun eru hafin réttarhöld. Eyjamenn hafa verið settir í fangelsi og geta ekki framkvæmt, lagt í fjárfestingar eða sinnt þeim búskap sem þeir hafa sinnt hingað til nema með óbragð í munni.

Vill hið opinbera, fjármálaráðuneyti og Alþingi ekki bara draga þessak kröfu til baka? Lögin voru endurskoðuð af núverandi þingmönnum 2020 og eru því á ábyrgð starfandi þings. Eyjafólk alls staðar á landinu mun ekki launa Alþingi þennan greiða ef menn bregðast ekki við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“