fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Leigubílstjóri dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á farþega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur leigubílstjóri var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á farþega, ungri konu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Katrín Hilmarsdóttir, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara, staðfestir þessar upplýsingar í svari við fyrirspurn DV.

Atvikið átti sér stað þann 25. september árið 2022. Þolandi mannsins var ung kona sem hann ók frá miðborg Reykjavíkur til Reykjanesbæjar. Í ákæru héraðssaksóknara sem birt var manninum á síðasta ári segir orðrétt:

„…fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. september 2022, í leigubifreiðinni […], sem ákærði ók frá miðborg Reykjavíkur til Reykjanesbæjar, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft önnur kynferðismök við A, kennitala […], sem var farþegi í bifreiðinni, en ákærði kyssti A nokkrum sinnum á munninn, þuklaði á brjóstum hennar innan[1]og utanklæða, þuklaði á kynfærum hennar utanklæða og nuddaði kynfæri hennar innanklæða.“

DV mun fjalla nánar um málið síðar eftir að dómur hefur verið birtur.

Mikil og hörð umræða hefur geisað í samfélaginu um framferði sumra leigubílstjóra eftir að fréttir bárust af því að leigubílstjóri hefði nýlega verið kærður og sakaður um að hafa nauðgað ungum farþega sínum í samverknaði við annan mann. Deilt hefur verið á lagabreytingu um leigubílaakstur sem felur í sér að leigubílstjórar þurfa ekki að vera skráðir á starfandi leigubílastöð til að fá starfsleyfi. Sjá nánar hér. Tekið skal fram að þessi lagabreyting hafði ekki átt sér stað þegar sá glæpur sem hér um ræðir var framinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína