fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Myndband af ferðamanni vekur athygli: „Gerðu það, ekki vera þessi náungi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af erlendum ferðamanni við Jökulsárlón hefur vakið talsverða athygli á Reddit.

Myndbandið birtist í hópnum VisitingIceland en þar er einna helst að finna erlenda ferðamenn sem hyggja á ferðalög til landsins eða eru þegar staddir á Íslandi.

Á myndbandinu má sjá ferðamann standa úti á ísnum og virðist hann hafa vera að taka sjálfsmyndir í fallegu veðri. Sá sem tekur svo myndbandið upp súmmar svo inn á skilti þar sem stendur skýrum stöfum: „Do not walk out on the ice!!“ eða á íslensku: „Ekki ganga út á ísinn!!“

„Gerðu það, ekki vera þessi náungi,“ segir svo sá sem setur myndbandið inn.

Margir hafa tjáð sig undir myndbandinu og segir til dæmis einn sögu af því sem hann sá einu sinni á lóninu og er líklega ein af ástæðum þess að ferðamenn eru hvattir til að gera þetta ekki.

„Ég sá einu sinni mann gera þetta á þessum nákvæmlega sama stað einu sinni. Á þeim tíma var ísinn nokkuð laus í sér og brotinn á köflum en hann hoppaði bara á milli  ísjaka– líklega til að reyna að heilla vini sína. Svo byrjaði ísjakinn að fljóta í burtu og hann hafði engan annan kost en að hoppa í lónið til að komast á þurrt.“

 

Please don’t be this guy
byu/kevine11 inVisitingIceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu