fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Martröð sambýliskonu – Skvetti vatni með freyðandi töflu í augun og lagði hníf að hálsinum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 17:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttað verður á næstunni við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli manns sem hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Þinghöld í málinu eru lokuð en það var þingfest í gær, 21. febrúar.

Ákært er vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 21. maí árið 2020. Maðurinn er þá sagður hafa ráðist á sambýliskonu sína á sameiginlegu heimili þeirra, tekið hana á öxl sér þegar hún reyndi að komast undan honum, tekið hana hálstaki svo hún átti erfitt með andardrátt og lá við yfirliði, sparkað ítrekað í maga hennar og búk, skvett vatni með freyðandi töflu í andlit hennar og augu, lagt hníf að hálsi hennar og hótað að skera hana á háls.

Konan hlaut af þessu flekkblæðingar og rispur á hálsi, yfirborðsáverka á hægri öxl og hægri hluta andlits og neðan auga. Í ákæru segir að þessi háttsemi ákærða hafi verið til þess fallin að vekja hjá konunni ótta um líf hennar og heilbrigði.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt