fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Létta fólki lífið í flutningum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 13:59

Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodafone býður nú öllum sem standa í flutningum fría nettengingu. Öll þau sem eru að flytja geta nálgast sérstaka innflutningsgjöf hjá Vodafone en gjöfin er 5G háhraðanet án endurgjalds í 60 daga. Innflutningsgjöfin er í boði fyrir alla, óháð búsetu og ekki bundin við viðskiptavini Vodafone, kemur þetta fram í tilkynningu.

„Það getur verið mjög mikill álagstími að standa í flutningum og að mörgu að huga. Margir eru jafnvel með húsnæði á fleiri en einum stað á meðan standsetning og flutningar standa yfir. Við hjá Vodafone viljum einfalda fólkið lífið á þessum tímamótum og bjóðum því fólki að fá hjá okkur frítt 5G net á meðan það kemur sér fyrir á nýja staðnum svo að allir í fjölskyldunni geti verið vel nettengdir á meðan á flutningum stendur. Háhraðanettenging er mikilvæg fyrir samskipti og miðlun og viljum við tryggja að fólk sé vel tengt á öllum stöðum í flutningsferlinu án auka kostnaðar, hvort sem þú ert að flytja að heiman í þína fyrstu íbúð, að bíða eftir uppsetningu á ljósleiðaraneti eða þarft tímabundið net á tvo staði.“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt