fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Jakobi þykir nóg um: Vill vinda ofan af rukkunarblætinu á Íslandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 11:30

Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Æska okkar margra hér var æði gjaldfrjáls miðað við það sem í dag er,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.

Þar kom Jakob Frímann inn á þau miklu gjöld sem íbúar hér á landi þurfa að greiða fyrir hitt og þetta. Jakob nefndi dæmi:

„Ég man þá tíma þegar maður gat skotist til útlanda fyrir tiltölulega sanngjarnt verð, verslað á sterku íslensku gengi krónunnar og geymt bílinn sinn á Miðnesheiði án þess að þurfa að borga fyrir það sérstaklega. Svo voru einhverjum einkavinum afhend leyfi til að fara að rukka mann, malbika heiðina, og nú er þetta 10.000, 12.000, 15.000 kall ef maður skýst til útlanda, akandi á völlinn,“ sagði hann.

Rifjaði hann upp náttúrupassann sem var mikið til umræðu fyrr á árum og nú séu uppi nýjar hugmyndir um náttúrupassa.

„Rukka, rukka, segir ríkið. Meira, meira. Ég minni á að það var litla gula hænan í hnotskurn sem birtist okkur í náttúrupassaumræðunni. Enginn vildi fá náttúrupassagjald á sig, ekki flugfélögin, ekki rútufyrirtækin og ekki ferðaskrifstofurnar, en þetta var hengt um hálsinn á hótelunum sem vörðust lengi vel en fengu þetta engu að síður yfir sig. Náttúrupassinn varð að gistináttagjaldi sem er komið núna til innheimtu,“ sagði Jakob Frímann.

„Þessi 80 frumvörp á ári sem við afgreiðum hér kosta öll, enda um hálsinn á skattgreiðendum, þegnunum og ríkissjóði. 80 mál héðan plús 650 tilskipanir að utan, frá Evrópu, kostar líka allt, núna síðast holræsamálið sem mun kosta okkur 150 milljarða að lágmarki,“ sagði Jakob sem endaði erindi sitt á þessum orðum:

„Ég legg til, kæru félagar, að við förum að einbeita okkur að því að vinda ofan af þessu rukkunarblæti ríkisins og förum að reyna að lækka álögur, lækka gjöldin á þegnana og íslenskan almenning, þyrma honum. Göngum hægt um gleðinnar dyr í þessum efnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“