fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 08:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, segir að Ísland sé uppselt enda höfum við tekið við áttfalt fleiri umsóknum um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland.

Inga skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag og segir að eftir hina svokölluðu „þverpólitísku“ löggjöf í málefnum hælisleitenda sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2016 hafi orðið stökkbreyting á fjölda þeirra sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi.

„Samþykkt­ar voru sérregl­ur fyr­ir Ísland sem hvergi var að finna í nokkru öðru Schengen-ríki. Árið 2022 sóttu 4.520 ein­stak­ling­ar um alþjóðlega vernd hér á landi og 4.155 árið 2023. Kostnaður skatt­greiðenda vegna þessa hef­ur verið yfir 35 millj­arðar kr. með til­heyr­andi álagi á allt stoðkerfi sam­fé­lags­ins sem þegar stend­ur á brauðfót­um,“ segir Inga og setur kostnaðinn í samhengi við önnur útgjöld ríkisins hér á landi.

„Árleg­ur kostnaður mála­flokks­ins er t.d. jafn­hár og rekstr­ar­kostnaður allra heilsu­gæslu­stöðva á land­inu. Einnig myndi hann nægja fyr­ir ár­leg­um út­gjöld­um í rekstri allra lög­reglu­embætta lands­ins eða til að fjár­magna tæp­lega tvisvar allt viðhald á gatna­kerfi lands­ins,“ segir Inga og heldur áfram:

Hvernig voga ég mér að benda á rekstr­ar­kostnaðinn við heilsu­gæslu, lög­reglu og gatna­kerfið og um leið bera það sam­an við kostnaðinn af hælisleitendakerfinu?

Það er vegna þess að ég er einn fárra kjör­inna full­trúa á Alþingi Íslend­inga sem viður­kenna að rík­is­sjóður er ekki ótæm­andi auðlind. Ég viður­kenni að sama krón­an verður ekki notuð tvisvar.

Ég viður­kenni að það rík­ir al­gjört ófremd­ar­ástand í mála­flokkn­um og það er al­farið á ábyrgð Sjálf­stæðis­flokks­ins sem farið hef­ur sleitu­laust með mála­flokk­inn í 10 ár. Ég viður­kenni að Ísland er upp­selt fyr­ir fleiri um­sókn­um um alþjóðlega vernd þar til við höf­um unnið úr megn­inu af þeim mál­um sem eru fyr­ir­liggj­andi nú þegar og bíða úr­lausn­ar.“

Inga segir það í raun óút­skýr­an­legt hvernig nokkr­um detti í hug að það sé sjálfsagt að hella áfram í barma­fullt glas svo út úr flæði.

„Nú hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir sent frá sér of­vaxna frétta­til­kynn­ingu um að þau hafi náð sam­komu­lagi um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­un­um sem eigi að draga úr fjölda þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd,“ segir hún og bætir við að innan við tvö prósent tilkynningarinnar hafi snúist um beinar aðgerðir. Allt annað hafi verið viljayfirlýsing sem engin vissa er fyrir að nokkru sinni nái fram að ganga.

„Í frum­varpi dóms­málaráðherra er lagt til að af­nema sér­ís­lensk­ar regl­ur, þannig að fram­veg­is þurfi að bíða í tvö ár til að geta sótt um fjöl­skyldusam­ein­ingu og ekki verður leng­ur hægt að fá vernd á Íslandi ef fólk er þegar með vernd í öðru Schengen-ríki. Flokk­ur fólks­ins styður þess­ar breyt­ing­ar, en tel­ur þær langt frá því að duga til að tryggja aukna skil­virkni og festu í mála­flokkn­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco