fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Stal sígarettupakka og þarf að borga hálfa milljón

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í maí 2022 í ónefndri verslun í Reykjavík tekið upp hníf og ógnað starfsmanni. Krafði hann starfsmanninn um að afhenda sér sígarettupakka sem hann hafði svo á brott með sér.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og sagðist iðrast brotsins. Nefndi maðurinn að andlegt ástand hans hafi verið slæmt þegar hann framdi brotið og hefði hann leitað sér aðstoðar vegna þess.

Til refsiþyngingar var litið til þess að um alvarlegt brot var að ræða og við framkvæmd þess notaði hann hættulegt vopn.

Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára og þá var maðurinn dæmdur til að greiða laun verjanda síns, samtals 500 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“