fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Rússneskur þyrluflugmaður sem flúði til Úkraínu skotinn til bana á Spáni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 07:00

Maxim Kuzminov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun september flaug Maxim Kuzminov, rússneskur þyrluflugmaður, Mi-8 herþyrlu til Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum. Þar með komst úkraínski herinn yfir nothæfa Mi-8 þyrlu.

Þetta gerðist ekki undirbúningslaust því úkraínska leyniþjónustan hafði verið í sambandi við Kuzminov og hafði liðhlaup hans verið skipulagt í þaula og honum tryggt öruggt flug yfir yfirráðasvæði Úkraínumanna.

DV fjallaði um flótta hans í september.

Rússneskri herþyrlu var flogið beint til Úkraínumanna – Segja að um snilldaráætlun hafi verið að ræða

Á þriðjudag í síðustu viku var Kuzminov skotinn til bana í bílakjallara í Villajoyosa, sem er nærri Alicante á Spáni. Er hann sagður hafa verið skotinn mörgum skotum.

Spænskir fjölmiðlar segja að lögreglan leiti tveggja manna sem flúðu á brott í hvítum bíl eftir að Kuzminov var skotinn til bana. Bíllinn fannst síðar brunninn til kaldra kola í nálægum bæ.

Það kemur svo sem ekki á óvart að böndin beinast að Rússum varðandi morðið. Liðsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafa áður látið hafa eftir sér í rússneska ríkissjónvarpinu að þeir hafi fengið fyrirmæli um að taka Kuzminov af lífi. „Við munum finna hann og refsa honum fyrir að svíkja bræður okkar,“ sagði einn liðsmaður GRU.

Talið er að Kuzminov hafi búið á Spáni og hafi notað úkraínskt vegabréf með fölsku nafni. Eiginkona hans og börn voru flutt til Úkraínu áður en hann gerðist liðhlaupi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga