fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Egils illur: „Mér finnst þetta grátleg skammsýni, léleg stjórnsýsla og bara… heimska“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 20:30

Ólafur Egilsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Egilsson, leikari, leikstjóri og leikskáld, er á meðal margra sem stunda sundlaugar borgarinnar og eru ósáttir við skertan opnunartíma. Í nýjum pistli á Facebook-síðu sinni fordæmir Ólafur þá ákvörðun borgaryfirvalda að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma úr kl. 22 í 21.

Ólafur bendir á að þetta gerist á sama tíma og þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Telur Ólafur það skárri kosti að hætta að veita erlendum heldri borgurum gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum eða hækka gjaldskrána, en að halda skerðingu opnunartíma til streitu.

„Mér finnst þetta grátleg skammsýni, léleg stjórnsýsla og bara… heimska, hreint út sagt. Það kostar 3 milljarða að reka sundlaugarnar. Það á að skerða þjónustuna um 7% til að spara 0,6% af rekstrarkostnaði,“ segir Ólafur og bendir á ýmislegt sem mætti frekar spara en að skera þennan klukkutíma aftan af opnunartíma sundlauganna, t.d. ráðgerða styttu af tónlistarkonunni Björk.

Einnig spyr hann vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hafi hækkað um 30% milli ára. Hann spyr líka hvort það hafi verið nauðsynlegt að halda 2,2 milljóna króna kaffiboð þegar skipt var um borgarstjóra. Einnig bendir hann á að viðburðurinn „Stjórnendadagur borgarinnar“ sem haldinn var fyrir 450 manns í Hörpu hafi kostað 6,6 milljónir króna.

Hann spyr líka hvort nauðsynlegt sé að hafa 23 borgarfulltrúa og 8 varaborgarfulltrúa.

Síðan segir hann:

„Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus