fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Martraðarflug til Tenerife þegar tveir menn létu höggin dynja og hrákana rigna – „Þetta var versta flug lífs míns“

Pressan
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn farþegi um borð í flugi Ryanair frá Edinborg til Tenerife á mánudaginn lýsti fluginu sem því versta sem hann hafi upplifað eftir að til handalögmála kom milli tveggja durga sem létu höggin og hrákana rigna hvor yfir annan.

Myndband af uppákomunni er nú í dreifingu en þar má sjá tvo karlmenn rífast á gangveginum áður en þeir beina reiði sinni að öðrum farþegum. Á meðan reyna flugliðar að koma mönnunum aftur í sætin og stilla til friðar. Ekki voru mennirnir þó á þeim buxunum og náði uppákoman nýjum hæðum þgar kona blandaði sér í leika og réðst á annan manninn, og sneri sér svo að þriðja manninum og æpti framan í hann. Á einum tíma reyndi annar maðurinn að skalla hinn á meðan aðrir farþegar tóku andköf.

DailyMail greinir frá því að lögregla hafi beðið mannana við komuna til Tenerife.

„Ljóshærða gellan öskraði allt flugið og svo kastaðist í kekki milli kærasta hennar og bróður hans og þeir fóru að slást,“ skrifaði einn farþegi á Facebook eftir að vélin lenti. Annar skrifaði að fólkið hafi verið með vesen allt flugið, en það hafi þó ekki komið til átaka fyrr en um hálftíma áður en vélin lenti.

„Ég sat fyrir aftan þau og þurfti að færa mig. Maður verður að velta því fyrir sér hvers vegna áhöfnin hleypti þeim um borð í Edinborg til að byrja með. Þetta var algjört helvíti. Ég þurfi að þola níð frá þeim í 2,5 tíma áður en áhöfnin greip inn í. Þetta var versta flug lífs míns. Þau hótuðu að ráðast á mig þegar ég fór úr vélinni. Orðbragðið og það sem þau röfluðu um var viðbjóðslegt. Þessi slagur átti sér stað um hálftíma áður en við lentum. Þeir fóru bara að láta höggin dynja á meðan við lentum.“

Ryanair sagði í svari til DailyMail að áhöfnin hafi hringt á undan sér til flugstöðvarinnar í Tenerife og óskað eftir lögregluaðstoð. Flugdólgarnir voru fjarlægðir við lendingu og er málið nú í höndum lögreglunnar á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði