fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hildur Hermóðsdóttir er látin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Hermóðsdóttir, kennari og bókaútgefandi, er látin 73 ára að aldri. Hildur lést á Hrafnistu Boðaþingi sunnudaginn 18. febrúar síðastliðinn.

Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag.

Hildur útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1972 og lauk BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1980. Hún starfaði sem grunnskólakennari og við dagskrárgerð hjá RÚV auk þess að fjalla um bækur í dagblöðum.

Þá kenndi hún íslensku og bókmenntir við Fósturskóla Íslands árin 1982 til 1986 og sem ritstjóri barnabóka hjá Bókaútgáfu Máls og menningar frá 1986 til 2000.

Hildur stofnaði í kjölfarið Bókaútgáfuna Sölku ásamt Þóru Sigríði Ingólfsdóttur og tók alfarið við útgáfunni árið 2002 og rak hana til haustsins 2015 að hún seldi fyrirtækið og stofnaði Textasmiðjuna.

Hildur sat meðal annars í stjórn Máls og menningar meðan hún starfaði þar og í mörg ár í stjórn Félags Íslenskra bókaútgefenda. Þá sendi hún frá sér bókina Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu árið 2022.

Eiginmaður Hildar var Jafet Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri en hann lést í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin fimm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni