fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

16 ára piltur handtekinn eftir ofsaakstur í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 07:10

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sextán ára ökumann eftir að hann ók gegn rauðu ljósi í hverfi 110 í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í kjölfarið.

Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist þar sem ökumaðurinn ungi jók hraðann til að reyna að komast undan og ók hann bifreiðinni á allt að 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði, miðað við bestu aðstæður, eru 60 kílómetrar á klukkustund.

Í dagbók lögreglu kemur fram að mikil hálka hafi verið á vettvangi. Að sögn lögreglu var för ökumannsins stöðvuð með því að aka í veg fyrir hann við gott tækifæri og stöðvaði hann bifreiðina áður en til áreksturs kom.

Ökumaðurinn reyndist sem fyrr segir vera 16 ára gamall og eðli málsins samkvæmt því ekki með ökuréttindi. 17 ára farþegi í bifreiðinni hafði einnig ekki öðlast ökuréttindi.

Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð enda grunaður um fjöldan allan af umferðarlagabrotum. Forráðamaður var kallaður til sem kom og vitjaði barnsins. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki miðað við vítaverðan akstur ökumannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“