fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Fréttir

Hver fær þitt hjarta til að slá á Valentínusardaginn?

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 10:56

Hjartalaga póstkassinn er nú kominn upp í Kringlunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er falleg hefð á Valentínusardaginn að leggja sig fram um að gleðja ástina sína. Síðustu ár hefur Pósturinn aðstoðað Amor við á þessum degi og ekki veitir af þar sem hann er önnum kafinn. Á því verður engin undantekning í ár en verður þó gert með öðru sniði.

Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn.

Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt.“

Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.

Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana 10. – 14. febrúar. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila.“ Vilborg bætir við að leikurinn fari fram í Kringlunni en líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins.

Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“

Hér er linkurinn á leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Í gær

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Í gær

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón