fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Flugfélag gagnrýnt fyrir að byrja að vigta farþega jafnt og handfarangur

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Finnair gaf það út nýlega að það hyggist vigta farþega sína jafnt og handfarangur þeirra. Er þetta gert til að meta betur þyngd véla fyrir flugtak. Fyrstu farþegarnir voru vigtaðir í vél sem fór frá Helsinki á mánudag og segir upplýsingafulltrúi flugfélagsins að 500 hafi tekið þátt í vigtuninni.

Finnair sagði í yfirlýsingu að flugfélög reikna út þyngd vélarinnar, innanrými hennar og farþega um borð til að koma jafnvægi á flugið og tryggja örugga flutninga. Flugfélög mega nota meðalþyngd sem flugmálayfirvöld gefa upp , talið vera 88 kg eða safnað eigin gögnum, segir í yfirlýsingunni. Finnair fullvissar hugsanlega farþega um að gögn sem safnast með vigtuninni verði ekki á nokkurn hátt tengd persónuuupplýsingum farþega.

„Aðeins þjónustufulltrúinn sem vinnur við vigtunina getur séð heildarþyngdina, svo þú getur tekið þátt í vigtuninni án þess að hafa nokkrar áhyggjur.“ 

Flugmaður Finnair skellti sér á vigtina.

Yfirlýsingin féll í grýttan jarðveg hjá mörgum

Yfirlýsingin Finnair olli mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum og telja margir vigtunina valda of þungum farþegum vandræðum og lýsa vigtuninni sem „grimmilegri“. Margir lýstu því yfir að þeir myndu ekki fljúga með Finnair meðan aðrir sögðu vigtunina „eina leið til að leysa offituvandann.“

Kona gagnrýndi flugfélagið og lýst því yfir að hún myndi ekki ferðast með Finnair, vegna þess að hún „vill ekki vera fituskömmuð af flugfélagi“, segist hún aldrei stíga á vigt og það sé hennar val.

„Reglur Finnair snúast ekki um öryggi farþega. Engin flugvél hefur hrapað vegna of þungra farþega,“ sagði annar netverji. Sá þriðji sá spaugilegu hliðina: „Tilkynning Finnair að þeir muni byrja að vigta farþega er eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt á ævinni“.

Hafa áhuga á að vigta „allan pakkann“

Fyrirtækið sagði í samtali við The Huffington Post að farþegar myndu standa á vigt í öllum fötum og með handfarangurinn sinn til að fá eina þyngd lesna. Það er því ekki bara líkamsþyngdin sem Finnair hefur áhuga á að vigta heldur „allur pakkinn.“ Samskiptastjóri Finnair sagði að Finnar hefðu tilhneigingu til að mæta með miklu meiri þyngd á kaldari mánuðum ársins þar sem þá eru flestir klæddir í þykkar og þungar yfirhafnir.

„Við viljum sjá hvort gögnin sem við erum að nota til útreikninga séu nákvæm. Við notum þær fyrir hvert flug og þær eru mikilvægar fyrir frammistöðu flugvélarinnar. Þegar þetta er útskýrt fyrir farþegum þá skilja þeir ferlið og af hverju vigtað er.“

Vigtanir munu fara fram í febrúar, apríl og maí og eru farþegar ekki skyldaðir til að taka þátt. Vigtunin mun einnig taka mið af aldri og kyni farþega.

Ekki fyrsta flugfélagið til að vigta farþega

Þó að tilkynning Finnair hafi valdið gagnrýni og umræðu þá er það ekki fyrsta flugfélagið til að vigta farþegar sína. Í ágúst á síðasta ári tilkynnti stærsta flugfélag Kóreu, Korean Air, að það myndi hefja vigtun farþega á Gimpo flugvelli á innanlandsleiðum og Incheon flugvelli í millilandaflugi í stuttan tíma út september. Fyrirtækið sagði að aðgerðin væri miðuð við að draga úr sóun á eldsneyti og hjálpa til við að meta þyngd flugvélarinnar með nákvæmari hætti.

Mánuði áður bað easyJet flug frá Lanzarote til Liverpool 19 farþega um að fara úr vélinni þar sem hún var talin „of þung til að taka á loft“. Talsmaður flugfélagsins staðfesti atvikið í yfirlýsingu og skrifaði: „easyJet getur staðfest að 19 farþegar í flugi EZY3364 frá Lanzarote til Liverpool hafi boðið sig fram til að ferðast síðar í flugi vegna þess að flugvélin var yfir þyngdarmörkum fyrir veðurskilyrði. Þetta er venjubundin rekstrarákvörðun við þessar aðstæður og þyngdartakmarkanir eru til staðar fyrir öll flugfélög af öryggisástæðum.“

Talsmaðurinn sagði að þegar komi í ljós að flugvél sé of þung til að geta farið í loftið eru farþegar beðnir um að bjóða sig fram til að fljúga með seinna flugi án aukakostnaðir og fá þeir bætur í samræmi við reglur. Boðið er upp á sambærilegar bætur þegar yfirbókað er í vélar og farþegar beðnir um að bjóða sig fram til að taka annað flug.

Í könnun árið 2010 sögðust 58 prósent Breta vilja að of þungir farþegar borguðu meira fyrir að fljúga. Um 45 prósent töldu að það skipti ekki máli fyrir þá ef flugfélag byrjaði að rukka aukalega miðað við þyngd og sex prósent sögðu jafnvel að aðgerðirnar myndu hvetja þá til að fljúga oftar. Árið 2017 sýndi önnur skoðanakönnun jetcost.co.uk að næstum 90 prósent Breta töldu of þunga farþega eiga að borga meira fyrir að fljúga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Eldur logaði í BMW

Myndband: Eldur logaði í BMW
Fréttir
Í gær

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Í gær

Túristi lúbarði meintan þjóf á strönd á Tenerife

Túristi lúbarði meintan þjóf á strönd á Tenerife