fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Tengsl Elliða og formanns bæjarráðs við Heidelberg óþægileg – „Ég bara trúi því ekki að þeir hafi verið svo vitlausir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Oddgeirsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi, telur að framganga Elliða Vignissonar bæjarstjóra í máli fyrirhugaðrar námuverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn vera dæmi um spillingu. Leikrit hafi verið sett á svið og það sé grunsamlegt með eindæmum að bæjarstjórinn hafi svo keypt verðmætar fasteignir af einum aðalleikara málsins á klink.

Þetta kom fram í nýjasta þætti Þetta helst. Þar er rakið að nú standi yfir íbúakosning um mölunarverksmiðju sem þýska fyrirtækið Heidelberg vill reisa í útjaðri Þorlákshafnar. Árið 2022 hafi Elliði Vignisson bæjarstjóri eignast hús á jörðinni Hjalla, sem er í eigu námufjárfesta sem eru hluthafar í fyrirtækjunum Horsteini og Björgu ásamt Heidelberg. Þessi fyrirtæki stunda námuvinnslu í Ölfusi og hafa tekið þátt í að kynna mölunarverksmiðjuna fyrir íbúum Ölfuss. Elliði hefur aldrei gefið upp hvað hann borgaði fyrir húsin á Hjalla. Um er að ræða einbýlishús, geymslu, fjós og skemmu. Samtals eru eignirnar 950 fermetrar og fasteignamat nemur rúmum 107 milljónum. Húsin eru veðbandalaus. Í ársreikningum eignarhaldsfélagsins sem á Hjalla voru eignirnar bókfærðar á einungis 2,3 milljónir og sagt að það byggi á kostnaðarverðsreikningsskilum.

Guðmundur segir að ef horft sé á ofangreint þá megi skynja ákveðna valdabaráttu og hagsmunagæslu á bak við námuvinnsluáformin í Þorlákshöfn. Að hans mati sé þetta dæmi um einhvers konar spillingu. Hann tekur fram að umræðan um verksmiðjuna hafi byrjað fyrir nokkrum árum síðan og var þá talað um að reisa verksmiðjuna nánast inni í Þorlákshöfn og að vinna ætti móbergið úr fjöllum Ölfusár. Það vakti mikla óánægju og var þá komið með aðra tillögu um að verksmiðjan yrði í útjaðri bæjarins og að móbergið yrði unnið úr námu á hafsbotni við Landeyjar. Guðmundur telur að þetta hafi viljandi verið sett svona fram.

„Ég held að þetta sé bara leikur. Það hefði bara átt að vera mjög sniðugur leikur að skella þessu bara þarna ofan í bæinn og gera alla vitlausa og svo koma með svona kost sem er fjær og allir yrðu sáttir við það. Þannig að svoleiðis horfi ég á þetta. Ég bara trúi því ekki að þeir hafi verið svo vitlausir, ef ég leyfi mér að segja, að ætla sér að setja þetta bara við íbúahverfi.“

Guðmundur bendir á að tengslin í málinu séu fleiri. Til dæmis sé formaður bæjarráðs í Ölfusi, Grétar Ingi Erlendsson, starfsmaður fyrirtækis sem er í eigu námufjárfestisins Einars Sigurðssonar.„Það er alveg einkennilegt að hann skuli ekki bara telja sig alfarið vanhæfan varðandi allt sem kemur þarna upp.“

Þegar horft er á tengsl bæjarstjórans og formann bæjarráðs í málinu þá veki það óhug. „Þetta eru mjög óþægileg tengsl“

Guðmundur tekur fram að Þorlákshöfn eigi ekki að vera ruslakista fyrir einhvern iðnað. Þeir sem eru mótfallnir verksmiðjunni óttist að sú verði raunin.

Þetta helst ræddi ég við Evu Marín Hlynsdóttur, prófessor í opinberri stjórnsýslu. Hún segir að þegar boðað er til íbúakosningar, líkt og í þessu tilviki, þá sé sveitarstjórnin búin að mynda sér afstöðu. Hún hefði ekki boðað til kosningar ef þau væru ekki hlynnt því að málið yrði samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum