fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, við höf­um aldrei lent áður í neinu þessu líku og heppni að við skyld­um ná mönn­un­um,“ segir Kjartan Þ. Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í blaðinu er greint frá óvenjulegu þjófnaðarmáli sem kom upp á dögunum þegar tveir Íslendingar um þrítugt voru gómaðir við að stela jólatrjám í landi Skógræktarfélags Árnesinga í Grímsnesi.

Bændur á svæðinu höfðu orðið varir við óvenjulegar mannaferðir og voru tveir af fulltrúum í stjórn skógræktarfélagsins látnir vita, Kjartan þar á meðal. Þegar þeir komu á vettvang lögðu mennirnir á flótta og óku á brott með alls 94 furutré á jeppakerru. Kerran fannst svo í landi Snæfoksstaða og fór skógræktin með trén í sölu.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að virði þeirra trjáa sem mennirnir höfðu fellt væri nálægt einni milljón króna. Lögregla mun vera með málið til rannsóknar og hefur skýrsla verið tekin af mönnunum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“