fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. desember 2024 14:30

Það er ódýrt en líka óumhverfisvænt að kaupa föt af Temu og Shein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð, Liberalerna, vilja banna innflutning á vörum frá ódýrum kínverskum netverslunum á borð við Temu og Shein. Þess í stað vill flokkurinn styrkja hringrásarhagkerfið.

Aftonbladet greinir frá þessu.

Frjálslyndi flokkurinn er hægri sinnaður flokkur sem situr í ríkisstjórn Ulf Kristersson. Hann er því langt frá því að vera áhrifalaus í málinu.

„Við viljum styrkja hringrásarhagkerfið og verslun með notuð föt og draga úr neyslu á ódýrum tískufatnaði sem er að aukast í Svíþjóð og er ekki hentug fyrir land með meðvituðum neytendum sem er umhugað um mannréttindi og loftslagið,“ sagði Romina Pourmokhtari, umhverfis- og loftslagsráðherra.

Romina Pourmokthari umhverfis- og loftslagsráðherra Svíþjóðar. Mynd/Getty

Hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt til fjórar leiðir til að breyta um kúrs í þessum efnum. Ein leiðin er að banna innflutning frá verslunum á borð við Temu og Shein. Önnur að lækka virðisaukaskatt á notaðar vörur. Þriðja er bann á svokölluð eilífðarefni, eða PFAS efni, í fatnaði, en þau eru talin mjög skaðlega heilsu og umhverfi og tærast ekki í náttúrunni. Fjórða að gerð verði könnun á loftslagsáhrifum fatnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“