fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 08:04

Þórður arfleiddi kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una,“ seg­ir Heim­ir Hannesson, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Blaðið greinir frá því í dag að Strandarkirkju í Selvogi hafi borist óvæntur arfur á dögunum þegar í ljós kom að bóndinn á Stafnshóli á Höfðaströnd í Skagafirði, Þórður Þorgilsson, hefði arfleitt kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé.

Þórður var á níræðisaldri þegar hann lést í sumar. Heimildir Morgunblaðsins herma að um sé að ræða um 50 milljónir króna af lausafé auk jarðarinnar.

Þórður var einstæðingur og átti enga lögerfingja en erfðaskrá hans frá árinu 2000 kom í leitirnar nýlega. Heimir segir við Morgunblaðið að um sé að ræða mikinn happafeng fyrir sóknina sem muni koma að góðum notum. Þetta muni til dæmis gera henni kleift að sinna viðhaldi í náinni framtíð.

Í umfjöllun blaðsins er bent á að aðeins tíu manns greiði sóknargjöld til Strandarkirkju og námu þau einungis um 120 þúsund krónum í fyrra. Á sama tíma var kostnaður vegna viðhalds og reksturs ríflega 14 milljónir króna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin