fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2024 04:30

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

43.000 úkraínskir hafa fallið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, nýlega. Afar sjaldgæt er að hann tjái sig um mannfall úkraínska hersins.

Í færslu á samfélagsmiðlum sagði hann að 370.000 meiðsli hafi verið tilkynnt en hafa verði í huga að inni í þessari tölu séu hermenn sem hafi særst oftar en einu sinni og að sum meiðslin séu minniháttar.

Hann sagði einnig að 198.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og 550.000 hafi særst.

Hvorki Rússar né Úkraínumenn hafa birt reglulegar upplýsingar um mannfall sitt en hins vegar hafa báðar þjóðirnar verið iðnað við að skýra frá mannfalli í röðum andstæðingsins.

Zelenskyy veitti síðast upplýsingar um mannfall úkraínska hersins í febrúar á þessu ári en þá sagði hann að 31.000 hermenn hefðu fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
Fréttir
Í gær

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“
Fréttir
Í gær

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Í gær

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki