fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. desember 2024 10:30

Sumir netverjar hafa kallað eftir því að Mangione verði sleppt vegna útlitsins. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luigi Mangione, sem grunaður er um morðið á sjúkratryggingaforstjóranum Brian Thompson, getur ekki stundað kynlíf að sögn herbergisfélaga. Er það vegna mikils sársauka í baki.

Morðið á Thompson þann 4. desember hefur verið í heimsfréttunum. En hinn grunaði 26 ára morðingi, Mangione, er sagður hafa verið haldinn hatri á græðgi í garð þeirra sem hagnast á bandarísku heilbrigðiskerfi.

Morðið átti sér stað fyrir utan Hilton hótelið í miðborg New York en Mangione var handtekinn fimm dögum seinna í bænum Altoona í Pennsylvaníufylki. Hann hefur þegar verið ákærður.

Greint hefur verið frá því að Mangione slasaðist illa á baki á brimbretti og gekkst undir sársaukafulla aðgerð í kjölfarið. Hefur hann verið stanslaust verkjaður síðan.

„Hann vissi að það að fara á stefnumót og að stunda kynlíf með þessi bakmeiðsli var ekki mögulegt,“ sagði maður að nafni RJ Martin við dagblaðið The Times. En Martin var herbergisfélagi Mangione. „Ég man að hann sagði mér þetta og það olli mér hjartasári að heyra.“

Sjá einnig: Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Þrátt fyrir þetta þá hefur Mangione á einhvern hátt orðið að kyntákni í augum sumra eftir morðið. Á samfélagsmiðlinum X hafa margir notendur kallað eftir því að honum verði sleppt.

„Of heitur til að fá dóm“, eða „Too hot to convict“ skrifaði einn netverji. „Sjúkratryggingaforstjóra morðinginn Luigi Mangione er svooooooo heitur,“ sagði annar. „Luigi Mangione er með allan pakkann, frelsið hann,“ sagði sá þriðji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“