fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Fundu ógnarstór neðanjarðargöng undir glæsihúsi Assad-fjölskyldunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn sem náð hafa völdum í Sýrlandi eru sagðir hafa fundið stórt net neðanjarðarganga sem liggja undir glæsihúsi sem var í eigu Assad-fjölskyldunnar.

Eins og greint var frá um helgina hefur uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham náð völdum í Sýrlandi og er forsetinn Bashar al-Assad flúinn land og kominn til Moskvu.

Mail Online birti meðfylgjandi myndband á vef sínum í morgun en það er sagt hafa verið tekið undir glæsihýsi þar sem hershöfðinginn Maher al-Assad bjó, en hann er bróðir Bashar al-Assad. Eru göngin sögð vera nógu breið til að ökutæki geti ekið þar í gegn. Eru göngin meðal annars búin fullkomnu loftræstikerfi.

Sjá einnig: Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Assad-fjölskyldan hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 1970 þegar Hafiz al-Assad, faðir Bashars, framdi valdarán og varð forseti. Hann var forseti Sýrlands til dauðadags árið 2000 og tók Bashar við völdum í kjölfarið.

Eins og að framan greinir er Bashar kominn til Rússlands þar sem hans bíður hæli en óvíst er hvar Maher er niðurkominn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel