fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvæntingarfull leit stendur nú yfir í Kaliforníu að lottóvinningshafa. Viðkomandi hefur aðeins örfáa daga til að gefa sig fram og koma með vinningsmiðann úr útdrætti Mega Millions-lottósins sem fram fór þann 8. desember í fyrra.

Miðinn var seldur á á bensínstöð í Encino og var annar af tveimur vinningsmiðum þennan daginn. Potturinn var býsna stór og getur miðaeigandinn vænst þess að fá í sinn hlut 197,5 milljónir dollara, rúma 27 milljarða króna.

Enn sem komið er hefur miðanum ekki verið skilað inn og reglum samkvæmt hefur viðkomandi eitt ár frá útdrætti til að gefa sig fram. Ef fer sem horfir munu milljarðarnir 27 renna vinningshafanum úr greipum á laugardag. Vinningstölurnar voru 21, 26, 53, 66 og 70 auk ofurtölunnar sem var 13. Hinn miðaeigandinn er löngu búinn að gefa sig fram.

Í frétt KTLA kemur fram að vinningurinn renni í almenningsskólakerfið í Kaliforníu ef peningarnir verða ekki leystir út af sigurvegaranum fyrir helgina.

Þetta er ekki eini stóri lottóvinningurinn sem rennur brátt úr gildi því vinningshafi í Ohio, sem vann 138 milljónir dollara, rúma 19 milljarða króna, þann 30. desember í fyrra hefur ekki enn komið fram. Sá miði var keyptur í Walmart í Huber Heights skammt frá borginni Dayton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“