fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvæntingarfull leit stendur nú yfir í Kaliforníu að lottóvinningshafa. Viðkomandi hefur aðeins örfáa daga til að gefa sig fram og koma með vinningsmiðann úr útdrætti Mega Millions-lottósins sem fram fór þann 8. desember í fyrra.

Miðinn var seldur á á bensínstöð í Encino og var annar af tveimur vinningsmiðum þennan daginn. Potturinn var býsna stór og getur miðaeigandinn vænst þess að fá í sinn hlut 197,5 milljónir dollara, rúma 27 milljarða króna.

Enn sem komið er hefur miðanum ekki verið skilað inn og reglum samkvæmt hefur viðkomandi eitt ár frá útdrætti til að gefa sig fram. Ef fer sem horfir munu milljarðarnir 27 renna vinningshafanum úr greipum á laugardag. Vinningstölurnar voru 21, 26, 53, 66 og 70 auk ofurtölunnar sem var 13. Hinn miðaeigandinn er löngu búinn að gefa sig fram.

Í frétt KTLA kemur fram að vinningurinn renni í almenningsskólakerfið í Kaliforníu ef peningarnir verða ekki leystir út af sigurvegaranum fyrir helgina.

Þetta er ekki eini stóri lottóvinningurinn sem rennur brátt úr gildi því vinningshafi í Ohio, sem vann 138 milljónir dollara, rúma 19 milljarða króna, þann 30. desember í fyrra hefur ekki enn komið fram. Sá miði var keyptur í Walmart í Huber Heights skammt frá borginni Dayton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“