fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:59

Viktoría með vini sínum. Dexter. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var skilin eftir allslaus á flugvellinum í Tbilisi í Georgíu, þeir létu sig bara hverfa,“ segir Gunnlaugur Gestsson, vinur og gelgjörðarmaður rússnesku konunnar Viktoríu Þórunnar, sem flutt var nauðungarflutningum af landi brott í gær.

Viktoría hefur búið á Íslandi undanfarin sjö ár og hefur árangurslaust reynt að sækja um dvalarleyfi og ríkisborgararétt. Hún er vel liðin og hefur gefið sig að landgræðslu og dýravernd.

Sjá einnig: Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría hefur búið á heimili Gunnlaugs og dóttur hans undanfarin fjögur ár eftir að hún flúði ofbeldi íslensks eiginmanns síns. Fyrir þremur vikum var henni gert að tilkynna sig nokkrum sinnum í viku til næstu lögreglustöðvar. Í fyrradag var hún síðan handtekin og höfð í varðhaldi í 15 klukkustundir uns flogið var með hana til Parísar og þaðan til Georgíu í gær. Með í för voru fjórir íslenskir lögreglumenn.

Peningalaus, farangurslaus og tengslalaus

„Ég heyrði í henni mjög snemma í morgun. Þetta er mjög erfið staða. Hún er bara skilin þarna eftir bara á götunni og þeir bara láta sig hverfa. Þeir reyndu að koma henni í hendur lögreglu í Georgíu en lögreglan í Georgíu vildi ekkert við þá tala, það eru engir samningar um framsal milli Georgíu og Íslands, þannig að ég skil ekki þessa framkvæmd, hún er algjörlega galin.“

Viktoría er frá Rússlandi en íslensk yfirvöld treystu sér ekki til að flytja hana þangað þar sem íslenska sendiráðinu í Rússlandi var lokað vegna Úkraínustríðsins. Georgía hefur landamæri að Rússlandi. Viktoría hefur engin tengsl við landið.

Aðspurður hvort lögreglumennirnir fjórir sem fylgdu Viktoríu séu lagðir af stað heim til Íslands sagðist Gunnlaugur ekki vita um það en staðfesti að þeir væru horfnir úr augsýn Viktoríu og væru ekki að liðsinna henni á nokkurn hátt. Líklega væri hún ennþá bara stödd í flugstöðinni í Tbilisi en Gunnlaugur náði myndsímtali við hana snemma í morgun.

„Íslenskur lögreglufulltrúi í fylgdarliðinu lýsti því yfir við hana að búið væri að útiloka hana frá Schengen. Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota. Hún fékk ekki að hafa með sér neinn farangur þar sem mér var hvorki gefinn kostur á að ræða við hana, undirbúa hana til ferðarinnar né heldur ræða við nokkurn mann innan lögreglu eftir handtöku hennar. Það virðist engan enda taka þetta ofbeldi gegn saklausri ungri konu,“ segir Gunnlaugur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi