fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 05:31

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína hefur ekki þörf fyrir friðarferli, hún hefur þörf fyrir meiri skotfæri. Þetta sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATÓ, þegar hann fundaði með utanríkisráðherrum aðildarríkjanna í Brussel á þriðjudaginn.

Hann sagði að í stað þess að ræða hvernig friðarviðræður geti farið fram skref fyrir skref, þá eigi að tryggja að Úkraína standi sterk að vígi þegar landið telur að tími sé kominn til að setjast að samningaborðinu.

Fyrri ummæli hans eru tilvísun til frægra ummæla Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í lok febrúar 2022, skömmu eftir innrás Rússa. Þá sagði hann: „Ég hef ekki þörf fyrir far, ég þarf skotfæri.“ Þetta sagði hann þegar vestrænir bandamenn Úkraínumanna buðust til að koma honum úr landi og í öruggt skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“