fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Lýsir ömurlegri reynslu bandarískrar fjölskyldu við Keflavíkurflugvöll

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers, sem búsett er á Íslandi, fékk skeyti frá landa sínum á dögunum sem lýsti heldur leiðinlegri uppákomu fyrir utan Keflavíkurflugvöll fyrir skemmstu. Kyana birti skeytið í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í dag og hefur færslan vakið talsverða athygli.

„Ég fékk þessi skilaboð frá bandarískum fylgjanda. Það er svekkjandi að heyra hvernig sumir koma fram við þá sem heimsækja landið. Ég hélt að á Íslandi væru ferðamenn boðnir velkomnir. Svona hegðun er óásættanleg, allir gera mistök,“ segir hún.

Í bréfi ferðamannsins lýsir hann því fjölskylda hans sé nýkominn heim úr æðislegri ferð til Íslands. Eitt varpaði þó skugga á ferðina og það var fyrrnefnd uppákoma þegar maðurinn skutlaði konu sinni og ungum börnum á flugvöllinn, ásamt þremur ferðatöskum, áður en hann fór og skilaði bílaleigubílnum sem fjölskyldan var á.

„Ég áttaði mig ekki á því ég væri á svæði sem einungis er ætlað leigubílum. Fljótlega gaf sig maður á tal við mig sem spurði agressíft „hvað í fjandanum ég væri að gera þarna“.

„Ég var örlítið ringlaður en svaraði að ég væri að skutla fjölskyldunni minni áður en ég skilaði bílnum. Þá varð maðurinn reiður og sagði: „Þið f-king Asíubúar eruð allir eins, þið lesið ekki á skiltin. Þú þarft að f-king virða reglurnar og færa f-king bílinn. Allt gerðist þetta fyrir framan ung börn mín sem eru 5 og 8 ára,“ segir ferðamaðurinn.

Maðurinn segir í erindi sínu til Sue í lokin að það sé átakanlegt að í landi sem þrífst á ferðamennsku skuli „svokallaðir atvinnubílstjórar“ haga sér með þessum hætti. Bendir viðkomandi á að bílstjórarnir séu að vissu leyti fulltrúar þjóðarinnar gagnvart erlendum ferðamönnum. „Það er algjör synd í rauninni.“

Kyana rekur ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi og nýtur mikillar virðingar á sínu sviði, en hún er með yfir 530 þúsund fylgjendur á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“