„Hvenær lýkur stríðinu? Þegar Rússland vill að því ljúki. Þegar Bandaríkin taka sterkari afstöðu. Þegar ríkin á suðurhveli styðja Úkraínu og styðja að stríðinu ljúki,“ sagði Zelenskyy að sögn Ukrinform fréttastofunnar.
Hann sagðist einnig vera bjartsýnn á að öll nauðsynleg skref og ákvarðanir verði teknar „fyrr en síðar“.
Hann sagði að Úkraínumenn séu opnir fyrir tillögum frá ríkjum í Asíu, Afríku og Arabaheiminum.