fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn eru nú fyrir dómi í Ástralíu eftir að þeir voru ákærðir fyrir mannrán og ofbeldisbrot. Einn hinna ákærðu er bróðir eiginkonu fórnarlambsins en hann taldi að hann hefði einungis kvænst henni til að tryggja sér landvistarleyfi í Ástralíu.

Fórnarlambinu, Younis Younis, var rænt þann 11. janúar í fyrra þegar fjórir menn; Kodar Faytrouni, Safwan Hussein, Ali Hamad og Abud Elkerdi ruddust inn á heimili hans. Faytrouni, mágur Younis, skipulagði ránið og fékk hina þrjá til að aðstoða sig.

Einn úr hópnum tók upp myndband af mannráninu og var það spilað í réttarsal í Parramatta í vikunni. Á því sést meðal annars þegar Younis er tekinn hálstaki í bíl og honum haldið föstum á meðan fjórmenningarnir hóta honum öllu illu. Á sama tíma hlustaði eiginkona Younis skelkuð á aðfarirnar.

Allir fjórir hafa játað sök í málinu enda sönnunargögn saksóknara óumdeild samanber fyrrnefnt myndband.

Dómari í málinu sagði í réttarsal að það væri ljóst að mennirnir hafi viljað hafa áhrif á val systurinnar á maka og reynt að þvinga Younis til að skilja við hana. „Þessi maður og samverkamenn hans hafa augljóslega brenglað viðhorf til kvenna.“

Endanlegur dómur í málinu hefur ekki verið kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos