fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Björn segir að Lilja hafi sett nýtt Íslandsmet í kosningaloforðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði.“

Þetta segir Björn B. Björnsson, leikstjóri og framleiðandi, í aðsendri grein á Vísi.

Björn vísar í grein sem Lilja skrifaði á Vísi á dögunum þar sem hún tíundaði megináherslur Framsóknarflokksins varðandi kvikmyndagerð hljóti flokkurinn brautargengi í komandi kosningum. Björn segir að allt þetta séu mál sem kvikmyndagerðarfólk hefur barist fyrir á undanförnum árum og Lilja styðji nú öll sem eitt.

Grunsamleg kúvending

„Lilja gerir raunar gott betur því þessi mál eru nú orðin sérstök baráttumál hennar – og þá væntanlega einnig Framsóknarflokksins. Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála – en kaus að gera það ekki,“ segir Björn sem tekur þó fram að íslensk kvikmyndagerð fagni að sjálfsögðu hverjum þeim sem leggur faginu lið.

„En kúvending rétt fyrir kosningar er auðvitað dálítið grunsamleg og því vaknar spurningin hversu vel þessi loforð passa við verkin sem Lilja hefur unnið sem ráðherra málaflokksins,“ segir Björn sem fer svo nánar yfir þau atriði sem Lilja nefnir.

„Algjör viðsnúningur“

Í fyrsta lagi nefni Lilja að hún vilji efla Kvikmyndasjóð á árunum 2026 til 2030.

„Síðustu þrjú árin hefur Lilja skorið sjóðinn niður um 50%. Þennan niðurskurð hefur hún varið í ræðu og riti og heldur því fram að hækkanir áranna á undan hafi verið framlög vegna kóvid. Hún hafi aldrei sett neina fjármuni í að efla Kvikmyndasjóð eins og ný Kvikmyndastefna gerði ráð fyrir,“ segir Björn meðal annars og tíundar þetta frekar í grein sinni.

Í öðru lagi nefni Lilja að hún vilji setja peninga í Fjárfestingarsjóð sjónvarpsefnis. Um það segir Björn:

„Það tók fagið margra ára baráttu að fá þennan sjóð stofnaðan en til þessa dags hefur Lilja sem ráðherra málaflokksins ekki sett krónu í sjóðinn þrátt fyrir áköll frá fagfélögum kvikmyndafólks. En nú hefur Lilja semsagt snúið við blaðinu og við fögnum því.”

Í þriðja lagi nefni Lilja að hún vilji klára löggjöf um menningarframlag streymisveitna.

„Þetta mál hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu en frumvarpið er ekki enn tilbúið. Hvers vegna Lilja kom þessu máli ekki í verk er óljóst en nægan tíma hefur hún haft til þess,“ segir Björn.

Í fjórða lagi nefni Lilja að hún vilji að öll kvikmyndaverk geti fengið 35% endurgreiðslu. Um það segir Björn:

„Þetta er alger viðsnúningur því þessi sama Lilja setti reglur sem útilokuðu flest íslensk kvikmyndaverk frá því að geta fengið 35% endurgreiðsluna. Hún vill núna breyta reglunum sem hún sjálf setti þvert gegn vilja kvikmyndabransans.“

Alla grein Björns má lesa á vef Vísis en þar tíundar hann fleiri atriði sem Lilja varpaði fram í grein sinni á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli