fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hannes Hólmsteinn um Sjálfstæðisflokkinn: „Háir þeim hversu miklir meinleysingjar þeir eru“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil ekki þessa óskaplegu andúð á sjálfstæðismönnum og Sjálfstæðisflokknum. Þetta eru einhverjir mestu meinleysingjar, sem ég hef kynnst. Raunar háir þeim, hversu miklir meinleysingjar þeir eru. Þeir láta allt yfir sig ganga.“

Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í athugasemd við færslu Illuga Jökulssonar, fjölmiðlamanns og samfélagsrýnis.

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Sjálfstæðisflokksins nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til kosninga, en ef miðað er við skoðanakannanir stefnir í að flokkurinn fái útreið. Sjálfur telur Illugi að Sjálfstæðisflokkurinn endi með talsvert meira fylgi.

Telur að flokkurinn endi í um 20 prósentum

„Sjálfstæðisflokkurinn mun fá 20 prósenta fylgi á laugardaginn. Það er því miður alveg öruggt vegna þess að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins gefa sig mun síður upp í skoðanakönnunum en fylgismenn annarra flokka. Eina leiðin til að sá langþráði draumur geti uppfyllst að annar og betri flokkur verði afgerandi stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og það verði því hægt að setja Sjálfstæðisflokkinn í það langa frí sem bæði samfélagið og ekki síður hann sjálfur þarf á að halda, það er að Samfylkingin verði stór,“ sagði Illugi í færslu sinni.

Margir tóku undir með Illuga í athugasemdum við færslu hans þó margir telji að endanleg niðurstaða verði töluvert verri fyrir flokkinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir til dæmis að það sé afskaplega sterk tilhneiging í þessum kosningum að veita ríkisstjórninni ráðningu.

„Þetta er reyndar ekkert séríslenskt. Sitjandi stjórnvöld fá útreið í kosningum víða um lönd,“ sagði Egill.

Ekki allir setið við sama borð

Hannes Hólmsteinn virðist þeirrar skoðunar að verið sé að fara illa með Sjálfstæðisflokkinn og kveðst hann ekki skilja þessa „óskaplegu andúð“ á flokknum. Athugasemd Hannesar vakti kátínu margra og talsverða athygli. Gauti B. Eggertsson, hagfræðiprófessor og bróðir Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, spurði Hannes hvort ástæðan væri ekki ósköp einföld.

„Mörgum Íslendingum finnst Sjálfstæðismenn áratugum saman hafa úthlutað takmörkuðum gæðum sem eru mjög verðmæt til sinna flokksmanna og þar hafi ekki allir setið við sama borð. Þetta hefur alltaf staðið í fólki sem er frjálslynt í skoðunum, og markaðssinnað en vill stuðning ríkis við heilsugæslu og menntun etc líkt og flestir Sjálfstæðismenn, og ætti að öðru jöfnu að eiga meiri samleið með flokknum. Ég gæti jafnvel hugsanlega talið sjálfan mig í þeim hópi. En það hefur aldrei hvarflað að mér að kjósa flokkinn. Að baki þess er ekkert hatur,“ sagði hann meðal annars.

„Makráðir og spilltir“

Illugi svaraði einnig athugasemd Hannesar og sagði að burtséð frá öllu öðru þá hefði flokkurinn einfaldlega verið allt of lengi við völd og komið sér of vel fyrir í valdakerfi samfélagsins.

„Hann er orðinn „valdaflokkur“ eins og við þekkjum ótal dæmi og snýst yfirleitt ekki um hina upphaflegu stefnu. „Valdaflokkarnir“ í hinum ýmsu löndum geta verið upphaflega hægriflokkar eða vinstriflokkar, en þróun þeirra er ætíð hin sama — þeir eru að lokum orðnir eins og dauð hönd sem liggur yfir samfélaginu, makráðir og spilltir. Ég á ekki að þurfa að kenna þér neitt um slíka valdaflokkar. Þótt upprunaleg stefna Sjálfstæðisflokksins sé þér að skapi og þó það séu vinir þínir sem sitja þar á fleti fyrir, vafalaust allt hinir prýðilegustu menn, þá átt þú að hafa næga skarpskyggni til að bera til að átta þig á að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í frí, ekki síður hans vegna en samfélagsins,“ sagði Illugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi