fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 08:00

Pútín tilkynnti um óvænt vopnahlé um páskanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í síðustu viku og sagði henni að Rússar hafi prófað nýtt ofurvopn í Úkraínu. Þetta er langdrægt flugskeyti sem nefnist Oreshnik. Sagði Pútín að það fljúgi svo hratt að engin leið sé að bregðast við því.

Á föstudaginn kom fram í fréttum að flugskeytið hafi flogið á 11 földum hljóðhraða eða um þrjá kílómetra á sekúndu. Það þýðir auðvitað að það er gríðarlega erfitt að skjóta slíkt flugskeyti niður. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði síðan á föstudaginn að Rússar hefðu aðeins smíðað tvö svona flugskeyti og því hafi þeir nú notað helminginn.

Þessi flugskeyti geta borið kjarnorkuvopn en svo var ekki í síðustu viku, það var búið hefðbundnum sprengibúnaði.

Hann sagði að notkun flugskeytisins hafi verið svar Rússar við ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna um að leyfa Úkraínumönnum að nota bresk og bandarísk vopn til árása á rússneskt landsvæði. Pútín hafði eins og áður óbeint í hótunum við Vesturlönd að beita kjarnorkuvopnum þegar hann sagði að Rússar hafi fullan rétt á að beita vopnum sínum gegn hernaðarmannvirkjum í þeim löndum sem heimila Úkraínumönnum að beita vopnum sínum á rússnesku landsvæði.

Allt þetta þýðir að Vesturlönd verða að taka afgerandi ákvörðun að mati André Ken Jakobsson, sem er sérfræðingur í deilum stórvelda við Center for War Studies við Syddansk háskólann í Danmörku.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að Vesturlönd verði að losa sig undan þessari kjarnorkuvopnaógn. „Við verðum að hætta að hræðast þetta og við eigum ekki að hræða okkur sjálf með að hann muni beita kjarnorkuvopnum. Það þjónar ekki hagsmunum Rússlands að gera það. Þess utan má færa rök fyrir að engum öðrum ríkjum finnist það góð hugmynd, þar á meðal Kína,“ sagði hann.

„Við höfum allan tímann verið með þessa kjarnorkuvopnaógn í höfðinu. Það hefur orðið til þess að Vesturlönd hafa sett sig sjálf í spennitreyju og hafa haldið aftur af hvaða vopn þau hafa látið Úkraínu í té,“ sagði hann og bætti við að staðan væri undarleg því Vesturlönd hafi ítrekað farið yfir hinar rauðu línur Pútíns og látið Úkraínumenn fá öflugri vopn.

„Á sinn hátt verða kjarnorkuvopnahótanir hans sífellt veikari eftir því sem við förum oftar yfir hinar svokölluðu rauðu línur. Við hefðum bara getað gert þetta fyrir löngu og þá væri staðan önnur en hún er í dag,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
Fréttir
Í gær

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Í gær

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
Fréttir
Í gær

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
Fréttir
Í gær

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“