fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 03:49

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega 1.000 dagar síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir vinna hægt og bítandi fram þessa dagana og leggja meira landsvæði undir sig en þetta er dýru verði keypt. Að mati vestrænna sérfræðinga er mannfallið í röðum rússneska hersins gríðarlegt.

Tony Radakin, æðsti yfirmaður breska hersins, sagði nýlega í samtali við BBC að nýliðinn október hafi verið versti mánuðurinn fram að þessu fyrir Rússa í stríðinu. Að meðaltali hafi rúmlega 1.500 rússneskir hermenn fallið eða særst á hverjum degi. Þetta sé gjaldið sem þeir greiða fyrir að leggja smávegis landsvæði undir sig.

Jótlandspósturinn hefur eftir Kenneth Øhlenschlæger Buhl, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að þetta sé gríðarlegt mannfall. „Stríðið er nú komið á það stig að Rússar virðast hafa orðið fyrir gríðarlegu manntjóni. Við erum að nálgast tölur sem sáust í síðari heimsstyrjöldinni. Ekki heildarmannfallið í stríðinu, heldur mannfall á dag,“ sagði hann.

Hann notaði síðan D-dag, 6. júní 1944 en þá gengu hersveitir Bandamanna á land í Normandí, til samanburðar en þann dag létust, særðust eða týndust rúmlega 10.000 hermenn úr röðum Bandamanna en Þjóðverjar misstu um 9.000 hermenn þennan dag.

Einnig má benda á að í stríðinu í Írak frá 2003 til 2010 féllu 4.431 bandarískir hermenn og í stríðinu í Afganistan frá 2001 til 2014 féllu 2.354 bandarískir hermenn. Þetta eru tölur sem Rússar ná í viku hverri nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra