fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Réttað fyrir luktum dyrum í einstaklega hrottafullu líkamsárásarmáli – Dró brotaþola meðvitundarlausan út á bílastæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 14. nóvember var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás.

Þinghald í málinu er lokað, sem er fremur óvenjulegt í líkamsárásarmálum en algengt í kynferðisbrotamálum. DV er ekki kunnugt um ástæðu þess að réttað er fyrir luktum dyrum í málinu en vanalega er slíkt gert til að gæta að persónuvernd þolenda í viðkvæmum málum.

Ákært er vegna atviks sem átti sér stað fyrir meira en þremur og hálfu ári. Hinum ákærða er gefið að sök að hafa sunnudagskvöldið 11. apríl árið 2021 ráðist á mann fyrir utan íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Hann er sagður hafa slegið brotaþola a.m.k. tvisvar með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll brotaþoli í gólfið. Hann er sagður hafa þrýst á hnakka þolandans á meðan hann lá á maganum á gólfinu og eftir að þolandinn var staðinn upp í seinna skiptið hafa kastað í hann eða slegið hann með stól, og lamið hann í höfuð og búk með stólfæti svo hann féll í gólfið.

Hann er síðan sagður hafa dregið manninn meðvitundalausan eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bílastæði fyrir utan húsið. Brotaþoli missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar. Hann hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðaraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl; mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða.

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um greiðslu skaðabóta, miskabóta og málskostnaðar upp á fimm milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin